Goðasteinn - 01.03.1968, Síða 60

Goðasteinn - 01.03.1968, Síða 60
lands á erlendum ráðstefnum. Einnig sat hann í stjórn þess félags- skapar öðru hverju. Síðustu árin starfaði hann mikið á vegum Sameinuðu þjóðanna og Evrópuráðsins að eftirliti með heilbrigðis- málum víða um lönd. Gerði hann víðreist þeirra erinda og var ný- kominn úr einum slíkum leiðangri, er hann féll frá. Hann bjó læknisstofu sína á Hellu hinum ágætustu tækjum og setti þar upp eins konar rannsóknarstofu. Kom það sér einkar vel, því að sífellt fékkst hann við sjálfstæðar rannsóknir tiltekinna sjúkdóma, t.d. heymæði, og varð vel ágengt. Vöktu þessi störf hans mikla og verðskuldaða athygli og fékk hann til þeirra styrk úr Vísindasjóði um árabil. Ólafur Björnsson kvæntist árið 1947 eftirlifandi konu sinni, Katrínu Elíasdóttur frá Reykjavík. Þau eignuðust fjögur mannvæn- leg börn, sem enn eru á æskualdri. Engum getum þarf þar að leiða, hvílíkur ógnarharmur er kveðinn að fjölskyldu Ólafs, er skyndilega var svo miklu svipt. Þeir sem álengdar standa, skynja aðeins brot þess harms, en finnst þó harla þungbær. Megi góður guð leggja líkn með þraut, ástvinum hans til trausts og huggunar. Ólafur Björnsson læknir er horfinn oss yfir móðuna miklu. Við minnumst hans með s'öknuði sem hins mikla, glaðværa og fórnfúsa starfsmanns. Við minnumst hans með söknuði sem hins trausta samferðamanns og góða félaga, sem alltaf var reiðubúinn til að m.iðla öðrum og láta gott af sér leiða. Við þökkum störf hans, hlýju, vinsemd og drengskap og árnum honum alls velfarnaðar á nýjum slóðum æðri tilveru. Minningin um Ólaf Björnsson mun lifa með okkur umvafin birtu og heiðríkju. Deyr fé, deyja frændr, deyr sjálfr hit sama; en orðstírr deyr aldrigi, hveims sér góðan getr. 58 Goðastemn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.