Goðasteinn - 01.03.1968, Page 74

Goðasteinn - 01.03.1968, Page 74
þegar um þvcrhönd var eftir á hcrðatopp. Ég bjóst við meira dýpi framundan, jafnvel sundi, kannske var enn meira úr brotinu graf- ið en daginn áður. Hvað vissi ég um það? Sund þýddi ferðalok, eftir því sem á stóð. En mér brá í brún, þegar ég lét Skjóna vita, að aftur skyldi snúa; hann skeytti því eigi. Tók ég þá allfast í tauminn, en árangurslaust. Hesturinn hnikaði eigi höfði, hélt bara .sínu striki, sem ég væri eigi til. Brátt rann yfir herðatopp, þar næst upp í hnakkinn. Var þá eigi annað upp úr af Skjóna en höfuð- ið og nokkuð af faxinu. Hvernig hesturinn fékk staðizt ofsaþunga straumsins og jafnframt þrætt brotið hárrétt, hefur jafnan verið mér ráðgáta. En þó Skjóni væri víkingur að afli og vitrari öðrum hestum, þá myndi sund verða honum ofraun við þessar aðstæður. Þetta -- og margt annað - þaut um hug minn á þessari stundu, og ég bað guð að hjálpa okkur. Ég vissi, að hann var þess megnugur og án hans aðstoðar kæmist maður ekkert, en með henni væru allir veg- ir færir. Svo hægt miðaði Skjóna áfram, þar sem dýpst var, að naum- ast var finnanlegt, að hann hreyfðist. Það tók hann því góða stund að komast yfir slakkann á brotinu, tími, sem mér fannst óefað miklu lengri en raunverulega hefur verið. Af mér er það annars að segja, að ég átti fullt í fangi með að halda mér í hnakknum, því straumurinn keyrði vinstri fót minn upp á fax hcstsins, hvernig sem ég reyndi að halda honum niðri. Þar hlóðst svo vikurinn að, samtímis og hann hlóðst upp í hnakk- inn í svikula beðju, er allavega brunaði til. Lá við, að þetta riði baggamuninn fyrir okkur Skjóna, góð staða hægri fótar varð til bjargar. Aldrei, fyrr né síðar, hef ég komizt í verri raun. Áreiðanlega bjargaði það lífi mínu, að Skjóni tók af mér ráðin. Hann fann, að ekki þýddi aftur að snúa, til þess vorum við of djúpt komnir í þungum straumi á örmjóu broti. Ég get hugsað mér, að hann Skjóni hafi hugsað eitthvað á þessa leið, á sinn hátt: Þér er óhætt að leggja í ána, þú syndir ekki. Þú mátt ekki snúa við, þá flýtur þú og dauðinn er vís. Gættu að hverju spori. Farðu nógu hægt, svo þú finnir, hvort hækkar eða lækkar undir fæti, og haltu 72 Goðastemn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.