Goðasteinn - 01.03.1968, Side 82

Goðasteinn - 01.03.1968, Side 82
Þetta er merkilegt dæmi um tryggð ættar við nafn. Annað dæmi skal hér nefnt þessari ætt til hróss: Niðjar Hannesar Crumbeck búa enn í Hlíð í beinan karllegg. Munu fá dæmi þess á íslandi, að ætt hafi setið á sama garði í 350 ár, jafnvel lengur, því vel má kona Höskulds í Hlíð hafa verið af gamalli Hlíðarætt. Hér er þá þetta bændatal í Hlíð: 1. Höskuldur Hannesson. 2. Ólafur Höskuldsson. 3. Árni Ólafsson (f. 1688), giftist Vigdísi Jónsdóttur bónda á Raufar- felli, Brandssonar. 4. Ólafur Árnason (f. um 1725), giftist Vilborgu Vigfúsdóttur bónda í Hólakoti, Oddssonar. 5. Sigurður Ólafsson (f. um 1766), giftist Kristínu Jónsdóttur frá Hrútafellskoti. 6. Jón Sigurðsson (f. 1795), giftist Guðríði Jónsdóttur bónda á Steinum, Björnssonar bónda á Eystri-Sólheimum. Jón sá var hálfbróðir Jóns ríka í Drangshlíð. 7. Sigurður Jónsson (f. 1846, d. 1904) giftist Guð- laugu Jónsdóttur frá Melhól í Meðallandi. 8. Sigurgeir Sigurðsson, (f. 1882, d. 1934), giftist Sigurlínu Jónsdóttur frá Steinum. 9.Sigur- jón og Sigurbergur Sigurgeirssynir, sem nú búa í Hlíð. Þessi samantekt um Hlíðarætt er gerð með leiðsögn Sigfúsar M. Johnsen, fyrrv. bæjarfógeta í Vestmannaeyjum. - Þ. T. GRAFSKRIFT I biblíu Jóns Þorsteinssonar í Norður-Vík í Mýrdal (útg. 1747) eru skráðar nokkrar grafskriftir, m.a. þessi um föður Elsu Dórótheu,, konu Sveins Alexanderssonar umboðsmanns: Hér geymist duftið af þeim í Drottni sáluhjálplega sofnaða, Berent Legh Pultz, sem fæddist í Norvegi, í Þrándheimi, 1743, deyði á Islandi, í Vopnafirði, 1786. Var assistent og skipasmiður við þá kónglegu, octröyeruðu, íslenzku höndlun í 16 ár. Hann var sannur Guðsdýrkari, faislaus mannvin, nákvæmur ektamaki, rétt- skikkaður faðir og þolgóður í þjáningum. Jesú Christi, allra frels- ari, talaði máli hans hjá Guði, til sálarinnar ævarandi gleði. Ack lesari! Lærðu að deyja, meðan þú enn þá lifir, svo þú getir not- ið sama talsmanns að á dauðans stundu. 80 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.