Goðasteinn - 01.03.1968, Síða 82

Goðasteinn - 01.03.1968, Síða 82
Þetta er merkilegt dæmi um tryggð ættar við nafn. Annað dæmi skal hér nefnt þessari ætt til hróss: Niðjar Hannesar Crumbeck búa enn í Hlíð í beinan karllegg. Munu fá dæmi þess á íslandi, að ætt hafi setið á sama garði í 350 ár, jafnvel lengur, því vel má kona Höskulds í Hlíð hafa verið af gamalli Hlíðarætt. Hér er þá þetta bændatal í Hlíð: 1. Höskuldur Hannesson. 2. Ólafur Höskuldsson. 3. Árni Ólafsson (f. 1688), giftist Vigdísi Jónsdóttur bónda á Raufar- felli, Brandssonar. 4. Ólafur Árnason (f. um 1725), giftist Vilborgu Vigfúsdóttur bónda í Hólakoti, Oddssonar. 5. Sigurður Ólafsson (f. um 1766), giftist Kristínu Jónsdóttur frá Hrútafellskoti. 6. Jón Sigurðsson (f. 1795), giftist Guðríði Jónsdóttur bónda á Steinum, Björnssonar bónda á Eystri-Sólheimum. Jón sá var hálfbróðir Jóns ríka í Drangshlíð. 7. Sigurður Jónsson (f. 1846, d. 1904) giftist Guð- laugu Jónsdóttur frá Melhól í Meðallandi. 8. Sigurgeir Sigurðsson, (f. 1882, d. 1934), giftist Sigurlínu Jónsdóttur frá Steinum. 9.Sigur- jón og Sigurbergur Sigurgeirssynir, sem nú búa í Hlíð. Þessi samantekt um Hlíðarætt er gerð með leiðsögn Sigfúsar M. Johnsen, fyrrv. bæjarfógeta í Vestmannaeyjum. - Þ. T. GRAFSKRIFT I biblíu Jóns Þorsteinssonar í Norður-Vík í Mýrdal (útg. 1747) eru skráðar nokkrar grafskriftir, m.a. þessi um föður Elsu Dórótheu,, konu Sveins Alexanderssonar umboðsmanns: Hér geymist duftið af þeim í Drottni sáluhjálplega sofnaða, Berent Legh Pultz, sem fæddist í Norvegi, í Þrándheimi, 1743, deyði á Islandi, í Vopnafirði, 1786. Var assistent og skipasmiður við þá kónglegu, octröyeruðu, íslenzku höndlun í 16 ár. Hann var sannur Guðsdýrkari, faislaus mannvin, nákvæmur ektamaki, rétt- skikkaður faðir og þolgóður í þjáningum. Jesú Christi, allra frels- ari, talaði máli hans hjá Guði, til sálarinnar ævarandi gleði. Ack lesari! Lærðu að deyja, meðan þú enn þá lifir, svo þú getir not- ið sama talsmanns að á dauðans stundu. 80 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.