Goðasteinn - 01.03.1968, Side 88

Goðasteinn - 01.03.1968, Side 88
hann hrópaði: „Bjargið henni! bjargið henni! Ég er í tvennum sokkum, bláum, og má ekki vaða!“ Til gamans læt ég fylgja með söguna af bóndanum, sem oft var heytæpur og kom til nágranna síns, sem var fornbýll á hey. Hinum heytæpa varð þá að orði: „Það ljótasta, sem ég sé á vordegi, er mosavaxin hey.“ Einar Sigurfinnsson skrifar: Síðasta hefti Goðasteins (2. h. 1967) bregður upp mynd af gömlum góðkunningja mínum, Jóni á Lyngum, eftir Þórarin Helgason. Þakka ber það handarvik sem hvað annað, sem vel er gert. En þó málið sé vel reifað, langar mig til að bæta ofurlitlu við, sem geymzt hefur í minni mér: Jón á Lyngum var viðræðugóður, þó stundum þætti hann seinn til svars. Oft var skemmtilegt að hlusta á frásagnir hans. Verklag- inn var hann og vandvirkur en fór hægt, oftast nær. Hann mun m. a. hafa bundið um og grætt beinbrot á mönnum og skepnum og fór vel. Hann var laglega hagmæltur, eins og um getur í grein Þór- arins, og hafði gaman af og kunni góða grein á kenningum forn- skálda eftir Eddu. Ég skrifaði eftir honum nokkrar vísur. en þær töpuðust eins og fleira í eldsvoða, utan fáar, sem loddu í minni. Þegar Kristín Magnúsdóttir kom til Jóns, var hann mjög veill á heilsu en batnaði að góðum mun, sem mjög mátti þakka góðri umönnun Kristínar og alúð. Kristín átti tvö börn, sem hún hafði með sér að Lyngum: Erlend, sem Þórarinn minnist á, og Ingi- björgu. Hún var yngri, góð stúlka og er nú húsfrú í Vík í Mýrdal, gift Þórði Stefánssyni. Til Ingibjargar kvað Jón þessa vísu: Bið ég allar gæfugnóttir gangi þér í mund. Lær sem flestar listaíþróttir, lífs meðan varir stund. I bréfi, scm Kristín sendi vinkonu sinni í annarri sveit, voru nokkrar vísur ortar af Jóni, út af efni því, sem hún lagði fyrir hann að skrifa. Þessa man ég: 86 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.