Goðasteinn - 01.03.1968, Síða 88

Goðasteinn - 01.03.1968, Síða 88
hann hrópaði: „Bjargið henni! bjargið henni! Ég er í tvennum sokkum, bláum, og má ekki vaða!“ Til gamans læt ég fylgja með söguna af bóndanum, sem oft var heytæpur og kom til nágranna síns, sem var fornbýll á hey. Hinum heytæpa varð þá að orði: „Það ljótasta, sem ég sé á vordegi, er mosavaxin hey.“ Einar Sigurfinnsson skrifar: Síðasta hefti Goðasteins (2. h. 1967) bregður upp mynd af gömlum góðkunningja mínum, Jóni á Lyngum, eftir Þórarin Helgason. Þakka ber það handarvik sem hvað annað, sem vel er gert. En þó málið sé vel reifað, langar mig til að bæta ofurlitlu við, sem geymzt hefur í minni mér: Jón á Lyngum var viðræðugóður, þó stundum þætti hann seinn til svars. Oft var skemmtilegt að hlusta á frásagnir hans. Verklag- inn var hann og vandvirkur en fór hægt, oftast nær. Hann mun m. a. hafa bundið um og grætt beinbrot á mönnum og skepnum og fór vel. Hann var laglega hagmæltur, eins og um getur í grein Þór- arins, og hafði gaman af og kunni góða grein á kenningum forn- skálda eftir Eddu. Ég skrifaði eftir honum nokkrar vísur. en þær töpuðust eins og fleira í eldsvoða, utan fáar, sem loddu í minni. Þegar Kristín Magnúsdóttir kom til Jóns, var hann mjög veill á heilsu en batnaði að góðum mun, sem mjög mátti þakka góðri umönnun Kristínar og alúð. Kristín átti tvö börn, sem hún hafði með sér að Lyngum: Erlend, sem Þórarinn minnist á, og Ingi- björgu. Hún var yngri, góð stúlka og er nú húsfrú í Vík í Mýrdal, gift Þórði Stefánssyni. Til Ingibjargar kvað Jón þessa vísu: Bið ég allar gæfugnóttir gangi þér í mund. Lær sem flestar listaíþróttir, lífs meðan varir stund. I bréfi, scm Kristín sendi vinkonu sinni í annarri sveit, voru nokkrar vísur ortar af Jóni, út af efni því, sem hún lagði fyrir hann að skrifa. Þessa man ég: 86 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.