Skírnir - 01.01.1915, Blaðsíða 142
Kopernikus.
í fyrirlestri herra Guðm. landlæknis Björnssonar »Umi
jarðarfarir, bálfarir og trúna á annað lif« (Skírnir 1913) er
minst á þann mann, er eg rita um þátt þenna'). Eg veit það
vel, að nafn hans er mörgum kunnugt, svo og þetta, er
segir í fyrirlestri þeim er eg nefndi, að hann »arfleiddi
mannkynið að nægum sönnunum fyrir því, að jörðin er
ekki miðdepill alheimsins; hún gengur kringum sólina, en
ekki sólin kringum hana. Og reikistjörnurnar 5, sem við
sjáum, ganga líka kringum sól: jörðin er reikistjarna, og
tunglið gengur kringum hana. En utan yfir öllu þessu
er himinfestingin með fastastjörnunum, veraldarskurnið;
— við þvi haggaði Kopernikus ekki«. En hins vegar
þykist eg vita, að þeir muni fremur fáir vera á voru
landi, er frekari deili vita á merkismanni þessum, er svo er
mikils um vert í framfarasögu mannkynsins, að hann reis-
ir upp merkið, það er fylgja skyldi, til að drepa niður
villu, hjátrú og vanþekkingu, og leiða mannkynið til rétt-
ari skilnings á sjálfu sér, — þótt aðrir beri siðan merkið
fram til fullkomins sigurs. Það er enginn furða, þótt
fiestir viti litið um mann þenna, þar sem tæplega er nafns
lians getið í íslenzkum bókum. Fvrir því rita eg þátt
þenna, að mönnum yrði nokkuð meira um hann kunnugt.
Niklas Koppernigk er maður nefndur. Hann var kaup-
maður á Pólverjalandi í borg þeirri er Krakov heitir, og
‘) í fyrirlestrinum segir, að Kopernikus hafi dáið 1520. Það er
eigi rétt. Öllum bókum, þeim er eg hefi séð, her saman, að hann hafí
dáið 24. dag maimánaðar 1543.