Skírnir - 01.01.1915, Blaðsíða 21
Fólkorustan á Clontarf
21
Barátta hans við Brían endaði með því, að Maelsechlainn
var settur af yfirkonungdómi 1002, en Brían tók upp titil-
inn og gerði alt írland skattskylt sér nema Donegal, sendi
skattheimtuher til Skotlands, Englands og Wales, og mörg
héruðin svöruðu skattinum. Frá 1002—13 var friður á
Irlandi. Brían bygði brýr, kastala og vegi, og keypti
bækur frá útlöndum, í stað bóka sem víkingar höfðu eyði-
lagt. Hann studdi listir og visindi, og sérstaklega skáld-
skap. Hann var sigursæll í óíriði. í friði var hann Forn-
írum hinn góði, mikli og gamli maður. Xjála álítur hann
helgan mann, þegar liann er fallinn.
2. Kormlöð drotning, og uppreisnin gegn Brian.
Kormlöð Gormtiaith, eða Gormlaith kalla Irar hana,
var dóttir Mýrkjartans Mac Finn1) konungs í Leinster,.
hann lézt 972. Hún getur ekki verið fædd síðar en 973,
og er þá fimtug, þegar orustan varð á Clontarf. Hún
var systir Maelmordha konungs af Leinster. Hún giftist
ung Olafi Quaran konungi í Dýflinni og átti með honum
Sigtrygg konung Silkiskegg. Maelsechlainn gerði Dýflinn
skattskylda 980, og hefir þá gengið að eiga ekkju Olafs
eftir dauða hans. Þau áttu ekki börn svo menn viti nú.
Þegar jarl Maelsechlainns var drepinn í Dýflinni, 987, þá
hefir losnað um Kormlöðu í yfirdrotningarsessinum í Tara,
og hún stokkið þaðan til Dýflinnar með Sigtrygg son
sinn. Hann verður konungur í Dýflinni 991 í fyrsta sinn
og hefir móðir hans ráðið mestu um með honum. 997
kemur Gunnlaugur Ormstunga til Dýflinnar og flytur Sig-
tryggi kvæði. Af orðum sögunnar má ráða, að Kormlöð
drotning hafi þá verið þar, og líklegast sem forráðamaður
með syni sínum
998 gaf Brían Sigtryggi Silkiskegg aftur konungdóm
í Dýflinni, og gifti honum dóttur sína. Jafnframt álíta
*) Faðir Melkorku, sem dó hér á landi var Mýrkjartan sonur Niall’s
Glundubh’s, sem mestur var Irlandskonunga á undan Brían.