Skírnir - 01.01.1915, Blaðsíða 161
Svarta höllin.
161
piningar. Menn voru brendir eða frystir til bana. Sumir
soðnir í vellandi hverum, aðrir steiktir á glóandi járn-
grindum. Þar voru háir hamrar, og var mönnum kastað
fyrir þá niður í hyldýpi. Sumir urðu hungurmorða, öðr-
um var geflð eitur, sem smámsaman eyddi líflnu.
önnur sagan sagði, að ekki væri öllum búin slik
meðferð. Aðeins hinir vondu áttu liana í vændum. Handa
þeim góðu væri miklu betri híbýli. Þeir voru leiddir inn
í uppljómaða sali og biðu þeirra beztu krásir. Alt ómaði
af söng einhverra unaðsradda. Yndislegar verur svifu um-
hverfls þá og réttu þeim alt sem þeir þörfnuðust. Við
hallargluggana uxu hin fegurstu blóm og beygðu ilm-
þrungnar limar inn um veggi og loft. öðrumegin hallar-
innar voru víðáttumiklir aldingarðar með svölum lundum
og suðandi gosbrunnum. Alt, sem menn óskuðu, var þeim
veitt, en enginn gat vænst þess að þeir óskuðu að fara út
ur höllinni og finna gömlu kunningjana. Það var engin
furða þótt þeir gleymdust í allri dýrðinni.
En því mátti ekki gleyma, að góðu mennirnir einir
áttu þessar viðtökur í vændum. Þeim var lika mikil
huggun í því að vera ekki settir á bekk með vondu ræfl-
unurn.
Þriðja sagan sagði, að góður og illur verustaður væri
að vísu i höllinni, en hinir vondu þyrftu ekki að dvelja
nema stuttan tíma í verri staðnum, svo fengju þeir sama
bústað sem hinir.
Sumum góðu mönnunum var þetta jafnvel huggun,
ef fyrir gæti komið, að þeim yrði í einhverjum misgrip-
um sagt að fara inn í verri staðinn.
Og loks var fjórða sagan, sem sagði, að enginn vond-
ur verustaður væri til í höllinni. Allra biðu góðar við-
tökur, en þeir góðu áttu auðvitað miklu betri viðtökur í
vændum, en þeir sem vondir voru.
Langflestir trúðu þessari sögu, þvi þegar menn fóru
að athuga hag sinn, voru þeir ekki alveg vissir um, að
þeir væru svo góðir, að ekki gæti viljað til, að þeir slædd-
11