Skírnir - 01.01.1915, Blaðsíða 182
182
Ritfregnir.
Sumar af sögum Ólafs helga hafa aldrei verið til öðruvísi enn
sem þáttur úr stærra riti um sögu Noregskouunga. Svo er t. d.
um Ólafsþáttinn í sögu Theodriks munks og f þeirri konungasögu,
sem vanalega er nefnd ^Ágrip^1). Líka hafa staðið Ólafsþættir í
hinum glötuðu ritum þeirra Sæmundar fróða og Ara fróða um sögu
Noregskonunga. Allir þessir Ölafsþættir hinna eldri konungasagtia
fara eða hafa farið fljótt ifir sögu Ólafs, drepa að eins á helstu við-
burði og minnast lítt á einstök atriði. Alt öðru máli er að gegna
um hinar sjerstöku Ólafssögur, sem segja frá Ólafi helga einum.
í>ær segja greinilega frá ímsum smáatvikum og eru ifirleitt miklu
langorðari enn þættiruir.
Hin firsta af hinum sjerstöku Ólafssögum, sem vjer nú þekkj-
um, er sú, sem nefnd er Ólafssaga hin elsta. Hún er nú ekki til
öðruvísi enn í molum. Hafa fundist af henni als 8 brot á skinni,
þaraf sex í bandi utan um norska fógetareikninga frá 17. öld, nú
geimd í ríkisskjalasafni Norðmanna, enn tvö eru í Árnasafni. Brotin
eru gefin út með mestu nákvæmni af G. Storm í Kristíaníu. Saga
þessi er að ætlun Storms ricuð uokkrum árum eftir miðja 12. öld,
enn Sigurður Nordal vill ekki ákveða aldurinn nánar enn svo, að
hún muni vera samin á árunum 1160—1185.
Náskild þessari Ólafssögu er »helgisaga« Ólafs (»den legen-
dariske saga«), gefin út af þeim Keyser og Unger í Kristíaníu
1849. Sumt í henni kemur orðrjett heim við brotin af Ólafssögu
elstu, þó stittir húu víðast töluvert frásögn elstu sögunnar.
Þá vitum vjer, að Styrmir fróði Kárason skrifaði sjerstaka sögu
um Ólaf helga nokkru eftir aldamótin 1200 (á árunum 1210—1220
að skoðun S. N.). Um þetta rit Styrmis hafa menn hingað til
vitað li'tið annað enn það, sem Flateijarbók segir, að smágreinar úr
sögu Ólafs, prentaðar í útg. Flat. III. bindi, 237.-248. bls., sjeu
teknar úr bók þeirri, »sem Styrmir hafi saman sett«.
Þá er næst hin sjerstaka Ólafs saga, sem Snorri Sturluson hefur
gamið, og er hún í flestum verulegum atriðum sama sagan og Ólafs
saga helga í Hkr.
Uin afstöðu þessara sjerstöku Ólafs sagna hverrar við aðra
hafa verið mjög misjafnar og margvíslegar skoðanir. Enn nú hefur
S. N. tekist að leisa þann hnút til hlítar, og dáist jeg einna mest
að þeim káfla bókar hans, sem beinist að þeirri spurningu.
*) Svo er ritið first nefnt i ntgáfu Finns Magnússonar í Fms. X.
bindi. Nafnið er óheppilegt að þvi leiti, sem það er níirði, kemur
hvergi firir í fornum ritum í þessari merkingu.