Skírnir - 01.01.1915, Blaðsíða 5
Þorsteinn Erlingsson.
5
ljóðum. »Hulduljóð« hans (»Hulda«) er eitt af allraþýð-
ustu æskuminningakvæðunum, sem til er á íslenzku:
„Jeg raan hve fyrri fyrir sjónum mínnm
í fögrum ijóma álfabygðin stóð,
er hæðir Saga drap úr dróma sínum
og dularbamur leið af bjargaslóð — —
— Þá festir æskan fyr tu rætor sínar
sem fjaliablóm við silfurlindir þinar“.
Öll íslenzk skáld hafa verið meira og minna samgró-
in æskustöðvum sínuin og borið einkenni þeirra í Ijóðum
sínum, öllu öðru fremur. Jónas var barn dalafegurðarinn-
ar. Enginu nema hann hefði getað ort »Fiíilbrekka gróin
grund« jafnsnildarlega. Bjarni var uppalinn í Fljótshlíð
og tign og fegurð Eyjafjallajökuls speglast hvarvetna í
ljóðum hans og hugsunarhætti. Sú sýn hefir kent honum
að liorfa hátt og gefið honutn þann glampa i augun, sem
enn lýsir til vor úr ljóðum hans. Steingrímur var upp-
alinn vestur á Stapa, og enginn hefir náð brimgnýnum
eins snildarlega inn í ljóð sín og hann. Þorsteinn var
Fljótshlíðingur, eins og Bjarni, en það er þó ekki svo mjög
Fyjafjallajökull, sem setur svip sinn á ljóð hans, heldur
annað, sem Fljótshlíðin er auðug af: — fossarnir.
Ekkert íslenzkt skáld hefir jafnmikinn, skýran og hreinan
fossanið í ljóðum sínum og hann. Þar hafa fossarnir okk-
ar fengið þann talsmann, að langt verður líklega að bíða
eftir öðrum eins. Hann finnur þetta sjálfur:
»Vera má að harpan hafi hvassa tóna,
þvi hann fékk við f o s s a þína
fyrsta hljóð í strengi sina.
— — Olgan sú, sem undir freyðir,
eins og brim í strenginn seiðir“.
Kvæðið »Fossaniður«, sem ort mun vera í Kaupmanna-
höfn, þótt ekki væri það birt fyr en eftir að skáldið kom
hingað heim, skýrir þetta bezt. Það eru engar tröllaukn-
ar fossadunur í því, heldur mildur, þýður hreimur — eins
og einmitt í Fljótshlíðarfossunum. Lækurinn hans er hon-