Skírnir - 01.01.1915, Blaðsíða 36
36
Fólkorastan á Clontarf.
tryggur og kona hans standa þá aftur á turninum. Drotningin
segir í háði: »jSTú sýnist mér að víkingarnir hafi fengið
óðal sitt aftur«. Sigtryggur spyr: »Því segir þú það
kona« ? — »Útlendingar leita nú til hafsins aftur, hafið er
óðal þeirra. í hitum leita kýrnar til vatnsins, en þessar
kýr verða mjólkaðar«. Konungur gaf henni kinnhest og
braut úr henni tönn fyrir svarið.
Flóttaherinn náði suður til Liffey-árinnar, þar drukn-
uðu enn margir menn. Það mun hafa verið þar, sem
Toirdelbach óð út í strauminn til að reka flótta, hann
rakst á planka, féll um í vatninu og druknaði. Hann
hefir verið brynjaður. Flóttaherinn barðist til brúarinnar.
I þeirri hríð féll Dubhgall Olafsson Quarans, og sumir ætla
að brúin hafi verið kend við hann síðan. Leifarnar af
hernum komust loks yfir brúna. Síðasti Austmaðurinn
sem féll á brúnni, þegar þeir voru að verja fióttann, hét
Arnaill Scotz. Þar með lauk fólkorrustunni miklu á
Clontarf.
Mannfallið var ógurlegt. Xæstum allir höfðingjarnir,
sem til orustunnar komu, voru fallnir. 6000 manna féllu
af innrásarhernum, og önnur 6000 af Iraher.
7. Eftir ormtuna.
A laugardaginn kom Donchad úr ránsferðinni með
28 uxa. Dýflinnarmenn hótuðu að ráðast á hann, ef hann
slátraði nautum þeirra, að þeim ásjáandi. Hann gjörir
það samt, og sagðist aldrei hafa verið skattskyldur Sig-
tryggi, og aldrei hafa hatað hann meira en nú. Menn
Cians álitu að nú væri færi á að gjöra kröfu til konung-
dóms í Munster, því þeir sáu, hve fáir Dalcassíar voru
orðnir, og hve sárir þeir voru flestir. Þegar kom suður
lil Kildare heimtaði Cian gisla, eða undirgefni af Donchad,
cn hann neitaði þverlega. Hann vildi láta sára Dalcassía
inn í klaustur og láta þriðjung hersins verja þá, en særðir
menn fyltu sár sín með mosa, fylktu sér með hinum og
heimtuðu að mega berjast; þá varð ekki af atlögunni fyr-