Skírnir - 01.01.1915, Blaðsíða 181
Ritfregnir.
Sigurður Nordal: Oui Olaf den helliges saga. En kritisk
undersegelse. G. E. C. Gaijs forlag. Kabenhavn 1914.
Ritgjörð þessi miðar að því að rannsaka þær Ólafssögur hins
helga, sem geimst hafa til vorra tíma, og sína fram á afstöðu þeirra
hverrar við aðra.
Af því að Ólafssögurnar eru svo margar, sumar þeirra með-
öllu glataðar, sumar ekki til öðruvísi enn í molum, og af því að
sögurnar gera mjög sjaldan grein firir heimildum sínum, þá gefur
að skilja, að rannsókn þeirra er mjög ervið og flókin, enda hafa
skoðanir manna í þessu efni hingað til verið mjög á reiki, og hafa
þó ímsir af hinum mestu skörungum norrænna fræða hugsað og
ritað um þetta mál; má meOal þeirra nefna Islendingana Jón rektor
Þorkelsson og Finn Jónsson, Norðmenniua P. A. Munch, Gustav
Storm og A. Gjessing, og af Þjóðverjum Konr. Maurer. Enn þessir
ágætismenn höfðu að vísu varpað björtu ljósi á einstök atriði þessa
máls, enn um íms meginatriði höfðu þeir komist að gagnólíkri
niðurstöðu, og máttu þar varla heita samdóma um neitt. Rann-
sóknin var komin í bendu, sem enginn sá fram úr, og eina ráðið
til að greiða úr henni var að taka alt þetta mál til nírrar rann-
sókuar frá rótum á grundvelli allra heimildarrita og með hliðsjón
af öllu þvi', sem ritað hafði verið um málið.
Það er þetta, sem Sigurður Nordal hefir gert af frábærri snild.
Hann lætur ekki hinar margvíslegu skoðanir, sem fram hafa komið
á síðari tímum, villa sig, heldur prófar þær í ljósi hinna fornu
heimildarrita. Hann þekkir heimildarritin út í æsar og hefur diegið
sum af þeim, sem áður vóru óprentuð og lítt kunn, ínn í rann-
sóknina, ber þau saman hvert við annað í einstökum atriðum, sínir
með miklum skarpleik fram á skildleika þeirra eða samband og
tekst með þessu móti oftast nær að komast að óiggjandi niðurstöðu..