Skírnir - 01.01.1915, Blaðsíða 205
Ritfregnir.
205
RygSi af landi brott, yrði litið upp til hlíðarinnar og hann segði
-eins og Gunnar forðum daga:
»Fögr er hliðin, svá at mér hefir aldri jafnfögr sýnst — bleik-
ár akrar en slegin tún, ok mun ek heim aftr ríða, ok hvergi fara«.
Að siðustu get eg ekki nógsamlega hvatt menn til þess að
eignast þessa bók og lesa hana með eftirtekt. Og það er áreiðan-
lega víst, að enginn mun sjá eftir því.
Einar E. Sæmundsen,
Einar HjörJeifsson: Syndir annara. Sjónleikur í þrem þáttum.
Rvík. Útg.: Þorsteinn Gíslason. 1915.
Ef til vill einkennir ekkert mennina betur en það, hvernig
þeir horfa við fortíðinni, sinni eða annara, einstaklinganna eða þjóð-
anna, hvort þeir finna lífssamband hins liðna við líðandi stund, eða
iifa eins og engin fortíð væri til, — hvort þeir muna eða gleyma.
Sá sem altaf getur gleymt hinu liðna og hefir ekki hugann á öðru
en nútíð og framtíð, hann er auðvitað lóttari í snúningum; hann á
síður á hættu, að »áræðisins hrausti heilsulitur smábreytist í föl-
leitt hugarhik«. Yfirsjónir liðins lífs þjá hann ekki, hann gleymir
þeim og huggar sig við að þær verði ekki aftur teknar.
Hinn, sem ekki getur gleymt, á alt erfiðara. Hann finnur lif-
andi návist þess sem liðið er. Gamlar syndir fyrnast honum ekki;
hann finnur að hann verður að taka þær með á vogarskálarnar,
þegar haun metur sjálfan sig. Hann finnur að líf hans er með
einhverjum hætti eiu samfeld heild og að hann getur ekki höggvið
af sér eitt orð þess eða atvik, til þess að verða lóttari á sér, eins
og refurinn skottlausi forðum.
Svona manni nægir ekki að geta dulist fyrir mönnum. Hann
kennir sárt ósamræmis milli þess, hvernig hann er, og fagurra hug-
mynda annara um hann. Honum finst hann hafa brugðist rétt-
mætri eftirvæntingu þeirra, með því að vera öðru vísi en þeir halda
að hann sé. Sárast svíður það þó, ef þessar hugmyndir búa í sál
þeirrar veru sem hann ann út af lífinu og dáist að. Honum finst
hann þá vera eins og heiðingi sem brennur í vígðum eldi.
Slíkan mann hefir Einar Hjörleifsson leitt fram á sjónarsviðið
þar sem Þorgeir Sigurðsson ritstjóri er. Hann hefir á Hafnarárum
sínum orðið fyrir því óláni að trúlofast stúlku sem hann síðan
fcregzt, af þvi þau eiga ekki skap saman. Hún fyrirfer sér, og