Skírnir - 01.01.1915, Blaðsíða 143
Kopernikus.
143
var höfuðborg þar í landi. Hann var auðugur maður og
vel metinn. Síðar fluttist liann norður í land til borgar
þeirrar; er Thorn heitir, og stöndur við Weichselá. Þar
var hann og kaupmaður og líkaði öllum vel við hann og
hélt hann virðingu bæjarmanna alla stund. Þar kvæntist
hann og átti 4 börn með konu sinni: sonu tvo og dætur
tvær. Hinn eldri sonurinn hét AncLreas, en hinn yngri
bar nafn föður síns, og er hann almennt nefndur Nikolaus
Kopernikus, og er þá nafn hans lagað eftir latínumáli, og
er þessi maður sá, er hér ræðir um. Hann er fæddur 19.
dag febrúarmánaðar 1473, og var 10 ára, er faðir hans
andaðist (1483). Stóð þá ekkjan uppi með börn sín, en
átti hið bezta athvarf, þar sem var bróðir hennar, Lúkas
Watzelrode, er þá var borgarstjóri þar í bænum, en varð
skömmu síðar biskup í Ermlands-biskupsdæmi. Hann tók
Kopernikus að sér og sá um uppeldi hans og mentun, og
nam pilturinn fyrst skólanám þar í Thorn, en er því var
lokið, og hann hafði aldur til og þroska fór hann til há-
skólans í Krakov og var þá 19 ára. Þar dvaldi hann
um 3 ár og lagði þar stund á stærðfræði og stjörnufræði.
Biskupinn hafði heitið þeim bræðrum því, að þeir skyldu
fá kórsbróðurembætti við dómkirkjuna, er staða sú yrði
laus. Fyrir því sótti Kopernikus til háskólans í Bologna
á Italíu, til að nema lög (kirkjulög) og búa sig svo undir
embætti það, er hann átti í vændum, og átti hann að vera
þar um 3 ár. En varla mun hann hafa stundað laganámið
af kappi, því að allur hugur hans hneigðist að stærðfræði
og stjörnufræði og hlýddi hann þar á fyrirlestra háskóla-
kennara í þeim greinum, og varð þeim handgenginn. En
um þetta leyti varð laus kórsbróðurstaða í Frauenburg,
og fekk hann þá stöðu. Launin voru 8000 kr. að voru
peningagildi, og hafði hann því næg efni, tii að stunda
nám erlendis, enda fekk hann orlof um 3 ár, og fór hann.
þá til Kómaborgar (árið 1500) og flutti þar fyrirlestra um,
stærðfræði og stjörnufræði. Hvarf hann þá heim árið
eftir, en sótti það fast, að fá enn orlof, til að nema læknis-
fræði við háskólann í Padúa, svo að hann gæti læknað-