Skírnir - 01.01.1915, Blaðsíða 214
'214
ísland 1914.
stórri bók, sern út kom skömmu áður en ilþing kæmi saman. Yildi
nefndin hafa flaggið blátt með hvítum krossi, en innan í hvíta
krossinum annan kross rauðan. Þó hafði hún varatillögu, að flagg-
ið yrði hvítt með bláum krossi, en sú tillaga fekk lítið fylgi. Aft-
ur á móti fókk aðaltillagan góðan byr og er nú sjálfsagt talið, að
þannig verði gerð ísienzka flaggsins, þegar það kemur, því konung-
ur hafði lofað nefndinni að staðfesta hvora af tillögum hennar, sem
fylgi næði.
I fréttum síðastl. árs var sagt frá tiidrögum til stofnunar Eim-
skipafólags íslands, en það var stofnað í Reykjavík 17. janúar þ. á.
Var svo samið um smíði á 2 skipum við skipasmíðastöð í Khöfn,
»Flydedokken«, og á Suðurlandsskipið, sem heitir »Gullfoss«, að
koma til landsins í apríl 1915, en Norðurlandsskipið, sem heitir
»Goðafoss«, á að koma í maí. Bæði eiga skipin að vera vel vönd-
uð og með öllum nytízkuútbúnaði, þar á meðal loftskeytatækjum.
Eimskipafélag Islands ætlar- að taka að sér strandferðirnar síðar, en
ekki mun það að svo stöddu láta smíða ný skip til þeirra ferða
vegna þess, að erfitt er að fá skip bygð, eða jafnvel ómögulegt,
meðan á stríðinu stendur. í árslokin var hlutafó Eimskipafélags
íslands orðið þetta: Fra Áustur-íslendingum 370 þús. kr., frá
Yestur-íslendingum 116 þús. kr., frá landssjóði 100 þús. kr., eða
samtals 586 þús. kr. Þar við bætist svo 600 þús. kr. lán, sem
tekið er í hollenzkum banka, með 5°/0 ársvöxtum, og skal það
endurborgast með jöfnum afborgunum á 12 árum.
Af öðrum framkvæmdafyrirtækjum, sem unnið hefir verið að á
árinu, má nefna hafnargerðina í Reykjavík, sem nú er vel á veg
komin og mun verða lokið á næsta ári. Sama fólagið, sem Reykja-
víkurhöfnina byggir, hefir einnig með höndum hafnargerð í Vest-
mannaeyjum. Brýr hafa á árinu verið lagðar á þessar ár: Eyshri-
Rangá í Rangárvallasýslu, Fáskrúð í Dalasýslu, Giljá í Húnavatns-
sýslu, Hölkná og Miðfjarðará á Langanesströndum. Að flutninga-
brautum hefir veiið unnið í Borgarfjarðarhéraði, Reykjadal í Þing-
eyjarsýslu, Eyjafirði, Skagafirði, Húnavatnssýslu og Grímsnesi, en
að þjóðvegaköflum á Stykkishólmsveginum, í Nesjum í Skaftafells-
sýslu, í Hróarstungu og í Langadal í Húnavatnssýslu. Vatnsveitu
hefir verið komið upp á Akureyri. I Reykjavík hefir verið bygt
nýtt pósthús, og er það þó ekki fullgert í árslokin. Viti hefir
verið gerður á Svörtuloftum, er lýsir 17 sjómílur. Er það járn-
grind, 10 metra há, og sjálfhreyfiviti. Bygðir hafa verið um vit-
•arnir á Ondverðarnesi, Langatiesi nyrðra og aukavitinn á Reykjanesi.