Skírnir - 01.01.1915, Blaðsíða 50
50
Odauðleiki og annað líf.
fáu atriði, sem hér eru tekin fram; en nóg er það til þess
að sýna það, að menn trúðu því alment, að sálir manna
héldu til í líkamanum, að minsta kosti þangað til hann
var orðinn fúinn. En römmustu draugarnir fúnuðu ekki,
Svo var andi þeirra magnaður; og þeir urðu ekki yfir-
bugaðir á annan hátt en láta eldinn vinna þá. Eldurinn
er hreinsunarhöfuðskepna, og honum var helzt til þess
trúandi að geta sigrast á slíkum ófögnuði.
Algengt var það í fornöld að gera ráðstafanir til þess
að menn gætu ekki gengið aftur, og var tíðasta ráðið að
höggva af þeim höfuð og setja við þjó þeim1). Merki
þess hafa fundist í dysjum hér á landi2). Sama var og
stundum gert við drauga, og mistu þeir við það mátt
sinn3). Aftur á móti gat Klaufi gengið aftur, þótt höfuð-
laus væri, og harist með liöfðinu, af því að það hafði
ekki verið sett við þjó honum4). En þess er lika vert að
geta um Klaufa, að hann tók mörgum draugum fram að
myndarskap og dugnaði, og lét ekki brenna hræ sitt með
góðu fremur en Bægifótur.
Þegar menn gengu aftur, reyndust þeir oft rammastir
fyrst, en dofnaði heldur yfir þeim, er frá leið. Verstir
voru þeir í skammdeginu og drápu þá niður menn og
skepnur, svo að engum varð við vært í bæjunum. En
þegar dag tók að lengja og nótt að birta, afreymdist jafn-
an nokkuð, og enda að mestu. Þeim var ekki vel við
birtuna, þeim körlum. En fæstir hinna rammari drauga
fengu að sýna, hvað lengi þeir gátu enzt. Þeim var oft-
ast einhverveginn komið fyrir kattarnef áður.
Þess verður vart í Helga kviðu Hundingsbana hinni
síðari, að sú trú var til að fornu, að sár sorg og tár syrg-
jenda geri framliðnum ónæði. Þannig valda tár Sigrúnar
Högnadóttur því, að sár hans blæða hvíldarlaust, og þau
falla brennandi á brjóst honum. Ekki man eg eftir að
*) Sbr. Áns s. bogsv. 5. k.
2) T. d. Hafurbjarnarstaðadysin; Skýrsla um forngrs. 2, 75. bls.
8) Grettiss. 18, 35. k.
4) Svarfd. s. 19. k.