Skírnir - 01.01.1915, Blaðsíða 170
Alþýðukveðskapur.
•170
Einn af yngri mentamönnum vorum iiutti erindi í
fyrravetur í Reykjavík, er hann nefndi »Rím í mæltu
m á 1 i«. Það var Andrés Björnsson lögfræðisnemi. Er-
indi þetta birtist skömmu síðar í Birkibeinum, og býst eg
því við, að einhver tilheyrenda minna hafi lesið það.
I erindi þessu eru færð full rök fyrir því, að svo sé
rímið Islendingum tamt, að óafvitandi tali þeir í hend-
ingum og ósjálfrátt rími og stuðli setningar margir þeir,
sem á íslenzku rita, það sem þó alment er nefnt óbundið
m á 1.
Málshættir, talshættir og orðskviðir, er
ganga manna milli ár eftir ár og öld eftir öld, eru meira og
minna bundnir — stuðlaðir, eða þá r í m a ð i r með
hendingum. Sumir eru hending úr vísu — vísuorð
eða ljóðlína — aðrir hálf visa — t. d. fyrri hluti o. s. frv.
Sumar vísur eru svo létt kveðnar, orðaröðin svo blátt
áfram, að erfitt er að greina þær frá mæltu máli, svona
• í fljótu bragði.
Meira að segja: Það er hægt að hafa yfir heilar bög-
ur, án þess rímið þekkist, þegar þær eru nógu alþýð-
legar. Tóku allir eftir að eg var að hafa yfir vísu:
Það er hægt að hafa yfir heilar bögur
án þess rímið þekkist, þegar
þær eru nógu alþýðlegar.
Þessa vísu orti Andrés Björnsson inn i fyrirlestur
sinn, til þess að sýna, að rímið getur verið víðar en varir.
Svona er rímið oss Islendingum tamt, að óafvitandi
mælum vér í hendingum, vitum ef til vill ekki af því fyr
en vísan er kveðin — fyr en vér erum búnir að »kasta
fram einni ferskeyttri«, eins og það er alltíðast nefnt að
mæla vísu af munni fram.
Vér segjum oft, að ekki sé vandi að byrja vísu. Það
geti hvert barnið. Það sé meiri vandi að halda áfram
— þrautin þyngri að slá í botninum.
Og þetta er satt. Það geta allir búið til fyrstu hend-
inguna, og ótal margir bætt annari við.