Skírnir - 01.01.1915, Blaðsíða 113
Gátur.
113
Þar sem gáturnar verða svona þýðar og elskulegar,
þegar þær sækja efni sín til náttúrunnar, fá þær löngum
öfgasvip, þegar þær lýsa verkfærum eða öðrum manna-
verkum, enda er það engin furða þó fífillinn sé skáldlegri
en t. d. strokkurinn. Gátur um verkfærin keppast oftast
við að finna sem sundurieitasta eiginleika til lýsingarinnar,
svo að hluturinn virðist fjarstæða, t. d. þessi gáta um
strokkinn:
Hausinn niðri hefir í sér,
hljóðar eins og vargur,
rófan munninn út um er;
úr honum drekkur margur.
Þó tekst oft furðanlega að gera verkfæri persónuleg
og lifandi, t. d. í þessari gátu um dýrabogann:
Herðalotinn, hnakkahrattur,
hnappalitill tíðum,
liggur stundum limafattur,
lymskur úti í hriðum.
Stundum bregður fyrir skrítinni mynd frá þeim tíma
sem gátan er samin, t. d. þegar sagt er um pontuna að
hún hafi »sama nafn sem bókin bezta« (Ponti), eða þá
þessi lýsing á því, er menn voru að taka í nefið í kirkjunni:
Hver er það með þétta hlekki,
þetta mun auðráðin spurn,
um helgra tíðam húsa bekki
hoppar og slettir sínu í hvurn?
Hver gáta er ljós vottur þess, hvernig höfundurinn
hefir litið á hlutinn sem gátan er um. Með því að bera
saman allar gáturnar um einhvern hlut, sést hverjar og
hve margar hliðar þjóðin hefir fundið á honum, og það
getur verið fróðlegt. En eins og hver hlutur getur fætt
af sér margar gátur, þannig verða löngum ráðningarnar
margar að einni og sömu gátunni, því þótt gátur eigi að
vera einræðar, þá eru fæstar það, ef vel er að gáð. Kem-
ur það fljótt í ljós er margir spreyta sig á að ráða sömu
gátuna og hver heimfærir lýsinguna til þess, sem honum
8