Skírnir - 01.01.1915, Blaðsíða 116
-16
Gátur.
»Hvaða vera er það sem tortímir afkvæmi sínu?«
Nattúrfræðingurinn hafði svarað, »lifskrafturinn«; her-
maðurinn, »striðið«; málfræðingurinn, »Kronos«; blaðamað-
urinn, »stjórnarbtylting«; bóndinn, »gölturinn«.
Af þvi sem eg nú hefi sagt, vona eg það verði skilj-
anlegt, hvers vegna gátur hafa verið til hjá öllum þjóðum
svo langt sem sögur ná. Þær hljóta í rauninni að vera
jafngamlar málinu, því þær vaxa beint upp af sjálfri rót
þess og koma fram hvenær sem málinu er beitt þannig,
að sá sem við er talað verður að víkja af þjóðbrautum
hugsananna til að skilja. Hins vegar á hver góð gáta
upptök sín í skáldlegri sjón eður andagift, og það er því
engin furða þó sumar gátur séu perlur í skáldskap og að
kenningar og samlíkingar skáldanna finnist aftur í sumum
gátum. Ein nýgrísk gáta hljóðar svo: »Eg átti einn
apaldur og bar hann mörg epli, misti þau á daginn en
fekk þau aftur á nóttunni«. Það er stjörnuhimininn.
»Svo margt skín þó eplið á glitmeiðsins grein« segirEinar
Benediktsson í kvæðinu »Stjarnan«. Þar kemur sama
myndin. I gátunum er oft fólgin mikil athugun og frum-
legt ímyndunarafl, og þær eru ágætt meðal til að skerpa
skilninginn og vekja athyglina á tvíræði málsins. Þær
eru eins konar grímubúningur hugsananna, og skemta af
sömu ástæðum og önnur dulgerfi. Einkum þykir börnum
og unglingum mikið til þeirra koma, og hefir stofnandi
»Unga Islands« sagt mér, að einmitt gáturnar og heilabrot
in hefðu aflað blaðinu hvað mestra vinsælda.
Auðvitað eru gátur ekki í slíkum metum nú á tímum
sem þær voru forðum með ýmsum þjóðum. Drotningar
koma nú ekki á fund konunga til þess að reyna þá í gát-
um, eins og þegar drotningin af Saba fór í orlof sitt til
Salómons. Ekki verða menn heldur konungar fyrir það
að ráða gátu eins og Ödipus í grísku þjóðsögunni fyrir að
ráða gátu Svingsar, og engum er nú lengur gerður kostur
á því að kaupa sig í frið með því að bera upp gátu er
eigi verði ráðin, eins og Gestumblinda. Engu að síður lifa
gáturnar áfram, og það er ekki ómerkilegt, að mörg höf-