Skírnir - 01.01.1915, Blaðsíða 147
Kopernikus.
147
ar fyrir páfa sjálum og kardínálum, og var ger að góður
rómur. En á Þýzkalandi var kenningu hans illa tekið,
og voru þar framarla í flokki þeir Lúther og Melancton.
Vinir Kopernikusar lögðu fast að honum, að hann skyldi
láta prenta ritið, og er í þann strenginn tók kardínáli sá,
er Schomberg hét, og hafði fengið í hendur sínar skrifað
eintak af ritinu, þá lét Kopernikus að óskum þeirra, og
sendi ritið til Niirnberg, og þar var það prentað 1543. En
þá var Kopernikus deyjandi á sóttarsæng, er að honum
var rétt hið fyrsta prentaða eintak af bókinni. Þá var
hann að bana kominn, en menn ætla, að hann hafi þó
haft svo mikið ráð, að hann hafi vitað, hvað það var, er
hann tók í hönd sína.
Kopernikus gat eigi sjálfur séð um prentun bókar
sinnar — því miður. Ungur háskólakennari, er Rheticus
hét, og var mjög hrifinn af kenning Kopernikusar, sá um
prentun fyrstu arkanna, en þá varð hann frá að hverfa,
og var starf þetta þá á hendur falið Andreas Osiander,
presti og stærðfræðing, og þykir þá stinga i stúf, að allur
frágangur verður stórum verri. Sú er ætlun margra, að
hann hafi samið formálann og borið.er honum á brýn, að
hann hafi gert efnið nokkuru daufara á bragðið, svo sem
eigi væri hér um að ræða rökstudda sannfæring Koper-
nikusar sjálfs, heldur að eins nýja aðferð, er styddist við
ágizkun, til að reikna út braut jarðar og reikistjarna ann-
ara. En ef svo er, hefir það verið sprottið af umhyggju
fyrir Kopernikusi og vináttu, til að reyna að draga úr
því, að af bókinni leiddi ill eftirköst fyrir höfundinn.
Bókina helgar höfundurinn Páli páfa hinum 3., enda
þóttist hann sannfærður um, að hún riði alls eigi í bág
við trúarbrögðin, og til páfa er formálinn stílaður. I for-
málanum talar höfundurinn um, hve ófullkomin og ófull-
nægjandi skoðun manna sé um heimsskipunina, og kveðst
hafa orðið sannfærður um, að jörðin og aðrar reikistjörnur
gangi kringum sólina, af lestri fornra rithöfunda. »Þá fór
eg að íhuga hreyfingu jarðarinnar, og þótt fjarri sanni
mætti sýnast, varð mér þó ljóst, að þar sem aðrir höfðu
10*