Skírnir - 01.01.1915, Blaðsíða 49
Odauðleiki og annaö lif.
49
og Þórólf bægifót1). En til þess að reisa skorður við, að
afturgöngur næðu að rata þangað aftur, sem þær höfðu
áður átt heima í lifanda lífi, var ýmra bragða neytt, og
eru sum þeirra líklega eldri en nokkrar sögur ná til, svo
sem nábjargirnar, eða það að loka augum dáins manns,
til þess að hann sjái ekki, eða geti ekki gert neitt ilt af
sér með starandi heljaraugunum; því svo voru þau geig-
vænleg, að ekki mátti ganga framan að þeim dauða við
það verk, þvi annars gat hann fengið vald yfir manni2).
Þá voru og lík borin með fæturna á undan, til þess að þau
sæi ekki aftur fyrir sig hvaða leið farin var, því að sú var
trúa manna í forneskju, að aldrei færi draugur aðra leið
til baka, en þá sem hann var burt fluttur, og ekki kæm-
ist hann inn í hús nema um dyr, og það þær sömu, sem
hann var borinn út um. Þess vegna lætur Egill rjúfa
vegginn á skála sínum og bera Skallagrím þar út, en eigi
um dyr skálans, til þess að karl ræki sig á, ef hann kynni
að koma aftur og ganga eftir silfri því, er Aðalsteinn kon-
ungur hafði sent honum í sonarbætur. Sama ráð hefir
og Arnkell goði; Þórólfur bægifótur hafði dáið í heiftar-
hug, og lét því Arnkell brjóta vegginn og hefja hann þar
út. En sá var munur þeirra Skallagríms, að hann lá kyr,
eða undi ser við smíðatól sín og silfur það, er hann hafði
grafið, en Bægifótur gekk svo hatramlega aftur, að allir
draugar sagna vorra verða börn hjá honum, og það þó
að (xlámur sé talinn með.
Stundum sáust að eins meinlausir svipir manna, og
gerðu þeir ekkert verulegt af sér. Yerður þá ekki séð,
að þeir hafi haft líkamann með sér, nema þá að einhverju
leyti, svo sem svipir þeirra Þorkels Eyjólfssonar og félaga
hans, er Gruðrún Osvífursdóttir sá3) o. fl.
Þetta mál þyrfti miklu ýtrari rannsóknar við en þessi
*) Eyrb. s. 34. 63. k.; Laxd. 24. k.; Svarfd. s. 30. k.; Grett.s. 35. k.
’) Egill gengur aftan að föðnr sínum til að veita honum nábjarg-
ir, Egilss. 61. k., og Arnkell goði sveipar klæði um höfuð föður síns,
Eyrb. s. 33. k.
*) Laxd. 76. k.
4