Skírnir - 01.01.1915, Page 129
.!
129
Tólgin ööfn i rimum.
Nafnið er auðráðið. Þó er niður straums nokkuð
langt sótt til þess að þýða nauð (= n), enda er og í þess
stað í' sumum liandritum n a u ð i n þ r æ 1 a, og fer þá
alt vel.
Rímurnar voru jafnvinsælar meðal höfðingja sem al-
þýðu manna. Menn í æðstu embættum landsins ortu rím-
ur, t. d. Sveinn lögmaður Sölvason (rímur af Gizzurijarli
Þorvaldssyni, prentaðar í Leirárgörðum 1800). Sjálfir guðs-
mennirnir ortu rímur, þrátt fyrir mótspyrnu ýmsra (eink-
um sumra byskupanna) gegn rímunum og öðrum verald-
legum kveðskap. Jafnvel síra Hallgrímur Pétursson orti
rímur. Hann hefir ort Króka-Refs-rímur, rímur af Lykla-
Pétri og Magellónu og rímur af Flóres og Leó (byrjar
þar sem Bjarni skáldi Jónsson hætti). 1 Króka-Refs-rím-
um bindur síra Hallgrímur nafn sitt svo:
Hríð með gróða, karfa kör,
kaunið sært af undrum,
ferð um ís og bauga bör
bragina færði stundum.
Til eru rímur af Marsilius og Rósamundu. Hefir skáld-
ið heitið Jón og ort rímurnar fyrir Ingibjörgu nokkura,
eða tileinkað henni þær. Þetta má sjá af þessum erind-
um í rímunum:
Heiðurs kæia heitir sú
hruflur tvœr') og svellin þrjú*_)
eik sem grær við álfta bú
essið slær hið breyzka hjú.
Hann, sem þuldi hróðrar kver,
heitir kuldi og andar ver,
hoimtuð skuld, sem ei til er,
ekki duldi eg nafnið hér.
’) Þ. e tvö liaun (gg). *) Þrir isar (i i i).
Hitt er auðskilið. En raða verður stöfunum til þess
að fá út nafnið.
9