Skírnir - 01.01.1915, Blaðsíða 7
.Þorsteinn Erlingsson.
7
II.
Mannúðarandinn í kvæðum Þorsteins Erlingssonar
kemur fram á tvennan hátt, og þá svo ólíka hvorn öðr-
um, að erfltt er að þekkja, að það sé sama mannsálin, sem
til manns talar. Hann er viðkvæmur eins og barn, þegar
hann tekur svari þeirra, sem bágt eiga, og hann er í sömu
andránni voldugur og ægilegur eins og berserkui, er hann
ræðst á ríkjandi ranglæti og eirir engu.
Samúð hans með vesalings fuglunum, sem eru að
hrekjast um gaddinn i vetrarhörkunum og deyja úr kulda,
fær einna átakanlegastan snildarbúning í ljóðum hans.
Kvæði eins og t. d. »Síðasta nóttin« eru ógleymanleg. Af
öllum skeþnum þykir honum vænst um fuglana. Hann
syngur með þeim gleðisöngvana á sumrin, þegar þeim líð-
ur vel, og hann syngur með þeim harmaljóðin á veturna,
þegar mest sverfur að þeim. Enginn heflr skilið eins vel
fuglamálið á íslandi og hann. Það er eins og menn heyri
sólskríkjuna, er hún situr á hreiðurbarminum sínum og
tístir á móti manni bæn um að láta nú ungana sína í
friði:
»Þú gerir það, vinur miun gúður«.
Sama hugarþelinu, sömu samúðinni við hina varnar-
lausu smælingja andar á móti manni, sterkar og heitar, í
kvæðum eins og »örbyrgð og auður« og »Arfurinn«
„— þar nábúinn fátæki fjötraður sat,
sem föðurleifð varði á meðan hann gat,
en látinn var liðsmunar gjalda“.
Uppreistarljóð Þorsteins gegn öllu því, er honum fanst
rangt og ilt og ónýtt, eru svo máttug og vægðarlaus, svo
full af móði og ákefð, að aldrei heflr verið kveðið eins
ramt á íslenzku, hvorki fyr né siðar. Og það eru þ e s s i
ljóð hans sem stöðug barátta hefir staðið um manna á
milli i meira en 20 ár. Það eru þau, sem aflað hafa hon-
um bæði vina og óvina, og það verða þau, sem allar lik-
ur eru til, að menn verði langdengst ósammála um. Og
þau eru að vöxtunum til langmestur hlutinn af ljóðum hans.
Um þau hefir verið svo 'margt ritað og rætt, að eg sé