Skírnir - 01.01.1915, Blaðsíða 55
Odauðleiki og annað líf.
55
henni, að hún fór þar niður og bar ekki á henni siðan1).
Svipuð saga er sögð austan úr Landeyjum, er gerðist á
síðara hluta 19. aldar, nema sá var munurinn, að kerl-
ingin kom þar aldrei aftur, enda sá kunnáttumaðurinn
þar við lekanum í tíma2). Vel má vera að fleiri dæmi
séu til, þó eg þekki þau ekki.
Eins og auðvitað er, er engum manni ætlað að ganga
aftur. En svona er það nú samt, að það heflr margan
manninn hent alt fram undir þetta eftir þjóðtrúnni að
dæma. Að vísu getur maður ekki talið það, þó að svipir
eða slæðingur sjáist eftir mann eftir andlátið; það gerir
engum neitt mein, og svo dofnar oftast yfir því þegar frá
líður. Það er eða hefir verið talsvert almenn trú, að þeir,
sem farast voveiflega, séu á slæðingi hér eins lengi eins
og þeim hafl eiginlega verið skapaður aldur. En þó virð-
ist stundum, eins og menn telji eitthvað líkamlegt við
svipina. Stundum sjást þeir ekki, en menn verða þeirra
varir á annan hátt. En ástæðurnar til þess að menn eru
á slæðingi eftir dauðann, eða ganga fyllilega aftur, geta
verið margar, en þrjár virðist þó mega telja aðalorsak-
irnar, auk þeirrar, er nefnd er hér að ofan: 1. að menn
hafa átt eitthvað ógert hér í lífi, eða hafa gert eitthvað
fyrir sér í lifanda lífi, svo þeir hafa ekki frið í gröfinni
fyrir það; 2. að þeir hafa elskað eitthvað svo mikið í
lifanda lífi, að þeir geta með engu móti skilið við það, og
3. að þeir eiga einhvers í að hefna, eða finst það, og vilja
koma því fram eftir dauðann, og stundum til þess að gera
eitthvað ilt af sér alment og þjóna svo eðli sínu. Það
gera ekki nema þeir sem hafa verið illhryssingar í lífinu.
Tveir síðari liðirnir falla að öllu saman við trú fornsagn-
anna, en hinum fyrsta man eg ekki eftir þar.
’) Eftir handr.
!) J. Þ. Þs. og mm. 324. I flestum gömlam bændabýlum í Dan-
mörku hefir yerið bogi múraður á stafninum og dyrafar alt fram undir
þetta, til að rifa úr og taka líkkistur út um. Nú er þvi hætt og ástæð-
an til þessa gleymd fyrir iöngu; sjá H. F. Fejlberg: Dansk Bondeliy,
bls. 41, með mynd.