Skírnir - 01.01.1915, Blaðsíða 108
108
Gátar.
Yms hugtök og fyrirbrigði:
Afmælisdagur, ár, dagur, draumur, drykkja, eg, eiður, ekkert,
að eldast, elli, elskan, engill, góðverk, gröf, guð, gulltunga,
heimur, hettusótt, hlátur, hugur, illmálug tunga, jafningi,
konan, kona með barn á brjósti á hestbaki, konungur,.
koss, lagið, last, leti, líflð, lýgin, maðurinn, mannorðið,
mánuðurinn Harpa, meydómur, mjaltakona, múta, nafnið,
nótt, óskapnaður, prestur fyrir altari, ró, rógburður, rúm,
samviska, sannleikur, skuggi, skyldleiki, smjaður, snúður,
spor, svefn, sveindómur, svipur, tíminn, vofa, æska.
Efni úr biblíunni:
Asna Bíleams, dætur Lots, Eva, Faraó, gröf Krists, hval-
urinn og Jónas, Kain, kona Lots, Kristur, Nói, Pílatus og
Jósef, Rauðahafið, synir Adams, vitringastjarnan, örkin.
Auk þessara flokka má telja nafnagátur, talnagátur
og sumar kenningagátur.
Hver sem nú ber saman allar þessar gátur og at-
hugar hvað þeim er sameiginlegt, hann mun komast að
raun um, að það er erfiðara en margur hyggur, að ákveða
nákvæmlega hvað gáta er. Milli þess sem er mælt mál
og hins, sem er gáta, eru engin greinileg takmörk, enda
er það einum gáta sem öðrum er ljóst. Þó má lielzt á
því marka gátuna, að hún er dulmæli. Það getur verið
af ýmsum rótum runnið, og eg skal nú taka nokkur dæmi
til að skýra eðli gátunnar.
Sumar gátur spretta af tvíræði orðanna. Þær lýsa
hlutnum blátt áfram, en hugurinn villist, af því orðin eru
tvíræð. I gátunni: »Hver er sá vöxtur, sem snýr rót-
inni upp, en krónunni niður?« er hvert orð í venjulegri
merkingu. Það tefur fyrir ráðningunni, að »rót« og »króna«
er líka á jurtum, en snýr þar öfugt við tennur í efra
gómi, sem er ráðningin. »Höfuð« heitir bæði á lifandi
dýrum og á nöglum. Þar af gátan um hestskónaglann:.
»Hvað er það sem gengur á höfðinu um alt land?«
»Hvað er það sem hækkar þegar af fer höfuðið?« er og góð-