Skírnir - 01.01.1915, Blaðsíða 223
Utlendar fréttir.
223
pel, en munu hugsa sér, er fram líða stundir, að verða þar sjálfir
erfingjar Tyrkjans.
A herstöðvunum að vestan og austan hafa ekki orðið stórbreyt-
ingar síðan veturinn færðist yfir. Þjóðverjar halda nær allri Belgíu
og nokkrum ’nluta Norður-Frakklands, en Frakkar halda sneið af
Elsass. Rússar hafa öðru hvoru verið inni í Austur-Prússlandi, en
hafa ekki getað haldist þar við. Þjóðverjar halda stöðugt vestur-
hluta rússneska Póllands, en Rússar halda miklum hluta Galizíu.
í Búkowínu, sem þar er fyrir austan, segja þó síðustu fregnir, að
Rússar hafi farið halloka.
Yiðureign Englendinga og Þjóðverja á sjónum miðar nú öll að
því, að þeir reyna að hefta vöruflutninga hvorir til annara. Nær
öll þýzk skip, sem í förum hafa verið, eru nú tekin, og herskip
Þjóðverja, sem úti á höfum voru, eyðilögð. En aðalherflotarnir
liggja inni á höfnum í Englandi og Þýzkalandi og hafast ekki að.
Englendingar sögðn þegar í byrjun ófriðarins, að þeir gætu útilok-
að aðflutuinga til Þýzkalands og svelt Þjóðverja inni, því opin leið
til umheimsins er að eins um hafið milli Englands og Noregs, en
yfir ferðum um það svæði geta Englendingar ráðið. Til svars upp
á þetta auglýstu Þjóðverjar, að þeir teldu höfin kringum England
hernaðarsvæði og kváðust eftir 18. febr. hafa kafbáta þar á verði,
til þess að skjóta niður ensk skip, er vörur flyttu til landsins. Og
síðan hafa Englendingar enn gert harðari ráðstafanir til þess að
hindra aðflutninga til Þjóðverja.
En þetta »sultarstríð« hefir mæltst illa fyrir hjá blutlausum
þjóðum, sem verzlunarskifti hafa bæði við Englendinga og Þjóð-
verja, og einkum hefir stjórn Bandaríkjanna blandað sér í það og
mótmælt því. Þjóðverjar benda líka á, að þetta sultarstríð bitni
ekki á þeim einum, heldur jafnframt á þeim miljónum manna af
bandamannaþjóðunum, sem þeir hafa nú innan valdsvæðis síns, í
Belgíu, Norður-Frakklandi og Póllandi, og þá einnig á öllum þeim
fjölda herfanga frá óvinaþjóðunum, sem þeir hafa nú á fæði. í
þessu stríði hefir enn lítið eða ekkert verið að því gert, að skiftast
á herföngum, en hernaðarþjóðirnar ala herfanga svo hundruðum
þúsunda skiftir hver frá annari.
Á frið, eða friðarskilyrði, heyrist alls ekki minst enn sem
komið er, og því ekkert útlit fyrir, að stríðinu verði lokið fyrst um
sinn. En líklega harðnar viðureignin á iandi nú með vorinu.
í Suður-Afríku er nú alt orðið kyrt, og uppreisnin þar þögguð