Skírnir - 01.01.1915, Blaðsíða 171
Alþýðnkveðskapur.
171
Og af hverju?
Af því að hver einasti íslendingur hefir fengið það
að vöggugjöf, að binda að einhverju leyti saman orð sín
— mæla í hendingum.
En hitt er ekki öllum gefið, að halda áfram smíðinni,
bæta þ r i ð j u og f j ó r ð u hendingunni við — botna vís-
una, eða halda enn lengra.
Þeir sem það geta, segjum vér að séu h a g o r ð i r ,
og þá er eg aftur kominn að hagyrðingunum eða alþýðu-
skáldunum.
En hann er ekki smár hópurinn sá, enda eru þess
ekki dæmi, að önnur þjóð í heimi eigi jafnmarga hag-
yrðinga, miðað við fólksfjölda, eins og vér Islend-
ingar.
Og misjafnlega eru þeir hagir, þótt nefndir séu þeir
hagyrðingar. Enda sýna vísurnar þeirra það bezt. Þær
eru misjafnlega kveðnar. Sumar eru blátt áfram, eins og
stakan sem eg fór með áðan. Aðrar eru »dýrar«, meira
stuðlaðar. Stuðlar og samstöfufjöldi skiftir vísunum í flokka,
sem nefndir eru hættir — braghættir. Vér könn-
umst við marga frá rímunum. Þar eru þeir nefndir. Um
þetta efni hefir síra Helgi Sigurðsson ritað allstóra bók,
er hann nefnir »Safn til bragfræði íslenzkra rímna«, og er
þangað mikinn fróðleik að sækja. En út í þá sálma skal
ekki farið að þessu sinni. Það yrði altof umfangsmikið,
enda hætt við, að mig brysti þekking og kunnáttu til að
skýra það efni, svo sem þyrfti.
En eins og stökurnar eru misjafnar, svo eru hagyrð-
ingarnir sjálfir, eins og eg drap á fyrir stuttu. Sumir eru
undra fljótir. Láta enda alt fljúga. Gæta þess aðeins, að
vísan sé rétt kveðin. Jónas Hallgrímsson sagði um slíka
menn, að ekki væri vandi að yrkja, þegar alt fengi að
fljúga, sem heimskum manni gæti dottið í hug.
Aðrir eru lengur — þurfa lengri tima til þess að
»grunda«, eins og manni einum varð að orði, er hann var