Skírnir - 01.01.1915, Blaðsíða 174
174
Alþýðnkveðskapur.
einkum þó Gestur Pálsson rituðu flestar skáldsögur sínar
í anda Alexanders Kiellands.
En vér getum litið enn þá nær oss. Getum tekið
dæmi, sem oss eru enn þá kunnari, íjöldanum að minsta
kosti.
Það er Þorsteinn Erlingsson.
Hann hefir sjálfur játað, að hann hafl orðið fyrir
miklum áhrifum, bæði frá Sigurði Breiðfjörð og Páli Olafs-
syni. Það er léttleikinn og rímsnildin í stökunum hans
ógleymanlegu, er sverja sig í ætt Sigurðar og Páls. Enda
var Páli það ljóst, hversu mikið dýrmæti þær væru stök-
urnar hans, og hversu liðtækur Þorsteinn hafði reynst í
þeim efnum. En hinu kveið hann líka, að:
Þegar min er brostin brá,
og búið er Gfrím að heygja,
og Þorsteinn líka fallinn frá
ferhendurnar deyja.
Sá spádómur býst eg nú ekki við að rætist. Altaf
rísa upp nýir og nýir, sem bjarga ferhendunum, og mörgu
skáldinu finst það léttir að hvíla sig á þeim við og við.
Nefna mætti einn mann enn, eitt skáldið, sem sótt
hefir margt ágæti til þeirra þriggja: Sigurðar, Páls og
Þorsteins.
Það er Guðmundur Guðmundsson.
Það er eins og léttleikinn og rímsnildin þeirra allra
sé saman runnin í Guðmundi, enda má hann óefað hag-
orðastan telja þeirra manna, er nú yrkja á islenzku, og
mestur er hann þeirra rímsnillingur, enda er honum skip-
að á bekk með listamönnum vorum, einmitt vegna hag-
mælskunnar.
Með Guðmundi hefir runnið upp ný öld í ljóðagerð
vorri — öld formfegurðar og rímsnildar, og gera flestir
bvrjendur sér far um að ná þar Guðm. Guðmundssyni að
einhverju leyti.
Dæmi þau, er eg hefi nú nefnt, ætla eg að fáir muni
lasta. Eg á við, að fáir muni þeim skáldum, er eg nefndir