Skírnir - 01.01.1915, Blaðsíða 188
188
Kitfregnir.
atriði í rannsókn hans á Ólafsþáttunum, þá verð jeg þó að lúka
niaklegu lofsorSi á rannsókn þessa í heild sinni. Þar eru margar
níjar og skarplegar athuganir, og ifirleitt má segja með sanni, að
höf. hafi með þessari rannsókn sinni búið vel í haginn firir rjett-
ari og dípri skilning á hinni elstu sagnaritun vor Islendinga og
Norðmanna.
Einn af hinum bestu kostum þessarar bókar er sá, að höf.
tekur ekki ófirirsinju annara eldri vísindamanna skoðanir meS trú-
arinnar augum, heldur rannsaka þær í ljósi heimildarritanna. Þó
bregðst þetta einu sinni eða tvisvar. A 24. bls. tekur hann orða-
laust gilda þá skoðun þeirra Maurers og Finns Jónssonar, að Ari
fróði hafi ekki samið neina aðra konungaæfi enn þá, sem stóð í
íslendingabók hans hinni eldri, og á 184. bls. kastar hann því
fram alveg órökstuddu, að það sje »mjög ólíklegt«, að Ari hafi rit-
að sjerstaka konuugaæfi. Jeg er sannfærður um, að ef höf. hefði
rannsakað þetta mál með eins mikilli nákvæmni og skarpskigni
eins og Ólafssögurnar, þá hefði hann að minsta kosti komist
varlegar að orði.
A 21. bls. segir höf. um þær tvær gerðir af Ólafssögu Tryggva-
sonar eltir Odd munk, sem geimst hafa, öunur í Stokkhólmshand-
ritinu Nr. 20, 4°, enn hin í Árnasafni 310, 4°, að hið síðarnefnda
handrit beri þess öll merki, að sú gerð sögunnar standi nær frum-
riti Odds enn sú gerð, sem finst í Stokkhólmshandritinu. Jeg neita
því ekki, að svo kunni að vera á stöku stað, enn jeg higg að
nákvæmur samanburður muni sína, að Stokkhólmshandritið sje ifir-
leitt upphaflegra og nær frumriti Odds enn handritið í safni Árna.
Höf. stiðst hjer víst við skoðanir P. Groth’s í formálum firir út-
gáfu hans af AM. 310, 4°, enn samanbnrður Groth’s á þessum tveim
gerðum sögunnar er að minni higgju mjög ónógur, óáreiðanlegur í
áliktunum og beinlínis villandi.
Að endingu leifi jeg mjer að bjóða hinn unga vísindamann,
sem hefur samið þessa bók og hlotið firir að maklegleikum dokt-
orsnafnbót við Kaupmannahafnarháskóla, velkominn sem samverka-
mann í víngarði norrænna fræða. Vjer íslendingar eigum engan
fjársjóð dírmætari nje veglegri enn hinar fornu bókmentir vorar,
Enn vandi filgir vegsemd hverri. Þessi díri arfur leggur oss Is-
lendingum á herðar þá skildu að vera ekki eftírbátar annara í því-
að ávaxta hann firir oss og niðja vora, þá skildu að reina að skíra
og skilja sem best, og helst öllum öðrum betur, þanu andlega fjár-
sjóð, sem forfeður vorir hafa eftir sig látið. Svo er guði firir þakk-