Skírnir - 01.01.1915, Blaðsíða 191
Ritfregnir.
191
játar þó, að »sumir karlmenn fari pryðilega vel á hestbaki«,
»limaburður þeirra« sé »réttur og hermannlegur« og þeir beri sig
á hesti »rétt eins og þeir hefðu fengið hermannlega æfingu«. En
vfirleitt er dómur hans um íslenzka reiðmenn strangur og mun það
stafa af því, að hannn blandar saman reiðmönnum og reið-
k I a u f u m. Það er svo langt frá því, að allir Islendingar sóu reið-
menn, að góðir reiðmenn eru hór á landi sem annarsstaðar í mjög
svo greinlegum minnihluta. Eða dettur nokkrum óvitlausum íslend-
ing í hug að telja þann með reiðmönnum, hvað þá með »beztu
reiðmönnum í heimi«, sem patar, ber fótastokkinn og baðar út öll-
um öngum eins og manneskjan gerir á skrípamyndinni aftan við
bókina (bls. 4)?
Höf. átelur róttilega þá, sem byrja strax að þemba, þegar rið
ið er úr hlaði, en það munu fáir algáðir reiðmenn gera, nema brýna
nauðsyn beri til, eða um stutta bæjarleið eða stekkjarveg só að
ræða.
»Að berja fótastokkinn« er því miður algengur ósiður, sem
stafa mun af því, að hór á landi er ekki »alt vakurt, þótt riðið
só«, og eðlilegc að ekki séu alt gæðingar eða fjörhestar, sem riðið
er, í landi þar sem hesturinn er því nær eina samgóngutækið og
hefir vsrið um aldir. Letinginn þarf spora, en þeir tíðkast ekki á
Islandi.
Höf. átelur réttilega íslendinga fyrir illa hirðingu á reiðtýgjum,
of lausa girðing, lólega og stirða tauma. En sérstaklega er hon-
um illa við ísl. mólin og mælir sterklega með hringamélum.
Um rétt taumhald telur hann oss enga hugmynd hafa og eru mynd-
ir af því, sem fleiru í bókinni, til skýringar, hvernig taumhaldi
skuli háttað.
Þá koma ýms heilræði og leiðbeiningar um fótabúnað, um steng-
urnar, um að fóðra keðjuna o. s. frv. Höf. vítir að makleikum
þann ósið, að teyma hesta á mjóu snæri. Ræður til að nota múl-
beizli.
Höfundurinn er að ástæðulausu úrillur yfir því, að Islending-
um þyki útlendir ferðamenn ekki kunna eins vel að n'ða ísl. hestum
og þeir sjálfir, segir að slíkt só »oft hugsunarlaust mont og oftast
ástæðulaust«. En þetta er blátt áfram sannleikur og góðar og
gildar ástæður fyrir. Höfundurinn játar sjálfur, að margir þessara
ferðamanna sóu skólakennarar, prófessorar og vísindamenn, sem
komi beint úr kenslustólnum upp í söðulinn, eða þá sjómenn, kaup-
sýslumenn, veiðimenn eða skemtifarar, og »engir þessara manna sóu