Skírnir - 01.01.1915, Blaðsíða 61
Odauðleiki og annað líf.
61
Af þessum dæmum úr þjóðtrú alþýðunnar á síðari
tímum má sjá, að það fer ekkert dult, að liin gamla,
heiðna trúarskoðun alþýðunnar, að sálir manna séu bundn-
ar við líkið og lifi í því að minsta kosti á meðan það er
ekki fúnað til fulls, hefir lifað hálfóafvitað nær óbreytt
með fólkinu fram undir þennan dag'). Kenningar kirkj-
unnar lifðu í fólkinu, en hinn forni heiðindómur lifði þar
líka — og það enn dýpra lífi. Að vísu er hin gamla,
ramma drauga trú í heiðnum stíl víðast á förum, en þó
mun ekki lifa svo lítið í kolunum enn sumstaðar, ef vel
væri leitað. En það sem hún er horfin eða að hverfa, er
ekki kirkjunni og hennar kenningum að þakka; ef svo
væri, hefði hún öll sópast burt, þegar vald og ofsi kirkju-
trúar og rétttrúnaður var svæsnast á 17. og 18. öld. En
það megnaði hún ekki. Prestarnir trúðu á draugana í al-
þýðustíl eins og aðrir. Hin almenna mentun nýja tímans
hefir rutt svo mörgu burtu á fáeinum áratugum, sem jafn-
margar aldir unnu ekki bug á áður. Og þó sitja enn ótal
heiðnar menjar í þjóðinni, miklu fleiri en nokkurn mann
grunar, þangað til farið er að rannsaka það til hlítar. Þá
ber margt á góma, sem mörgum manni mundi detta sízt
í hug. Eitt af mörgu, sem eg hefi tínt saman er þessi al-
þýðutrú um annað líf.
Það er líkast því, að þessi trú manna hafi engum
glundroða valdið, þegar henni sló saman við kirkjutrú
manna. Trúin á hvorutveggja var jafnbjargföst. Og þó
eru þær hvor annari svo gagnólíkar. Það væri verkefni
fyrir sálarfræðing að greiða úr því fyrirbrigði í lífi manns-
andans, hvernig þær komust báðar fyrir, án þess að ófrið-
ur yrði á milli.
Trúin á Valhöll og vistina að Heljar varð aldrei að
alþýðutrú hér á landi. Ef svo hefði verið bæri meira á
því í fornritum vorum; og það kæmi einhverstaðar fram
í þjóðtrú vorri. En þess verður ekki vart. Oðinn mun
aldrei hafa verið dýrkaður hér á landi, sízt til muna, á
*) Er ekki eitthvað skyld þessu sú kenning sumra guðfræðinga, að
sálir manna sofi frá dauðanum til upprisunnar ? Hvar sofa þær ?