Skírnir - 01.01.1915, Blaðsíða 81
M41 og menning.
81
vanalega (höggvinn) eldiviður, en getur og (í fleirtölu)
verið skógur. G- e h ö 1 z er skógur. — Þér sjáið þá að
orðið h o 11 fræðir oss um að á landnámatíð hafi víða verið
skógur, þar sem nú er enginn. Þetta vitum vér og af
f'ornum ritum, en vér mundum og mega ráða það af þessu
orði, þótt þau léti þess hvergi getið.
En sjá má þó enn skýrari merki þess, hvert stálminni
tungan hefir. — Þegar tungur þjóðanna eru bornar sam-
an, þá kemur það i ljós, að mannfólkið í heiminum skift-
ist í stóra kynflokka. Þetta sjáum vér raunar af öðrum
einkennum, en bæði styrkir samanburður málanna það og
er tungan þar að auki einna skýrasta og áreiðanlegasta
einkennið. Vér, Islendingar, erum ein lítil grein á afar-
stórum ættbaðmi, sem kvíslast víða og breiðir greinar sin-
ar yfir mestan hluta Norðurálfu og mikil landflæmi vestan
og sunnan á Austurálfu og norðurhluta Suðurálfu. Hefir
hann og á síðustu öldum teygst yfir nokkurn hluta Eyja-
álfunnar, suðurhluta Suðurálfu og mestan hluta Vestur-
heims. Margar eru greinar á þessum þjóðastofni, og verða
þær eigi allar taldar hér. En tungur allra þessara þjóða
eru náskildar og hafa málfræðingar skift þeim í tíu flokka:
1. Indverski flokkurinn, 2. íranski fl., 3. armenski fl., 4.
gríski fl., 5. Illiriu fl., 6. ítalski fl., 7. keltneski fl., 8. ger-
manski fl., 9. baltiski eða Litaviu fl. og 10. slafneski
flokkurinn. Þessir flokkar eru þó aftur flokkaðir i stærri
höfuðgreinir. Einn frægur málfræðingur reyndi að sýna
ættbaðminn með skyldleika hlutföllum málanna innbyrðis
og afstöðu þeirra við sameiginlegan stofn sinn, teiknaðan
sem tré. En hvort sem menn fylgja nú hans greining
eða nokkuð annari, þá eru menn sammála um að öll þessi
mál hafi kvíslast út frá einu frummáli, og hafa menn
reynt að búa það til eftir yngri málunum. Þetta frum-
mál talaði sú þjóð, sem allar hinar eru frá komnar.
Hér eru nokkur dæmi þess, hversu menn rekja sam-
an málin:
6