Skírnir - 01.01.1915, Blaðsíða 98
98
Þorsti.
»Hvað gengur nú að þér, elskan mín lítil ?«, spyr
liann og klappar á glókollinn hennar mjúka.
»Ég er örmagna af þorsta«, hvíslaði hún lágt, laut
höfði og brosti.
»A ég að senda þér svaladrykk aflraunanna'?«
»JSTei, nei! vil ekki það, ónóg og leiðinlegt altsaman!«
Og hún leit upp á hann augum, sem hann aldrei hafði
áður séð í höfði hennar. Þau voru eintómir blaktandi,
bláir smálogar, löngunarlogar fyrstu ástaþránna.
Hann hélt hendinni um ennið. Skildi hana ekki al-
mennilega, elskuna sína litlu, með blaktandi smálogana í
hyldjúpum, biðjandi barnsaugunum! En þorstaþjáningu
hennar sá hann.
»Æ, það er víst sólarljómi ásta-sælunnar, sem augun
hennar blessuð eru að biðja um!« Og hann kallar á ást-
arnautnirnar allar saman, og segir þeim að svala nú fljótt
sálarlönguninni sinni þyrstu. Hún sé rétt aðfrarn kominr
auminginn!
Þær hlupu upp til handa og fóta. Jú, hún skyldi
sannarlega fá nóg að drekka, sú hin nývaknaða! Tifandi
á tánum komu þær hver og ein, með sólroðinn sæludrykk.
ástanna; heitan og sterkan skyldi hún fá hann, gleði-
bikarinn glóandi, sæluglóð þrúgnanna sólvermdu. Og þær
hölluðu að henni heitum svaladrykk æskuástanna,
og hún varð eins og geislablik á smábárum grunnra
vatna, sem vorgolan leikur sér að, að láta velta og trítla:
á undan sér.
Og hún svalg munarhunangið magnað og sætt, fögn-
uðurinn fossaði um hana alla og algleymið vafði hana í
fang sér og flaug með hana upp til sólarinnar, því i sólar-
ljósinu, lífgjafa alls, átti hún heima í lífi og dauða, það
vissi hún nú og fann til fullnustu. Hún lagði aftur aug-
un og lét algleymið líða með sig hærra og hærra, gegn-
um mjúkan geiminn, upp til sólarinnar, heim! En hvað
var nú þetta! Andstyggilegt óbragð i munninum, og hún
hrækti út úr sér og opnaði augun. Hver hafði látið
ólyfjan í ástadrykkinn hennar heita? Þetta var ljóta