Skírnir - 01.01.1915, Blaðsíða 146
146
Kopernikus.
liættulaust, þvi að stórmeistarí hafði í hótunum, að hann
mundi taka höllina herkildi. Én Kopernikus gat harnlað
því, að svo yrði, og er friður komst á, var lionum falið'
að annast friðarsamninga. og leysti hann það starf af hendi,
svo sem bezt mátti verða.
Hin síðustu æfiár Kopernikusar voru ærið dapurleg,
og var hann lítt metinn, ofsóttur og vanvirtur. Annars^
var hann sannlega verður. Þá er Páll 3: settist á páfa-
stól, skipaði hann þann mann biskup í Ermlands biskups-
dæmi, er bar óvildarhug til Kopernikusar, vildi fyrir hvern
mun hnekkja virðing hans og vinna honum mein eftir
megni. En höggstaði var litt hægt að finna, þar sem
Kopernikus hafði eigi látið prenta rit sitt og eigi flutt op-
inberlega kenning sina. Ef svo hefði verið, hefði mátf
rísa gegn honum, kæra hann fyrir villutrú og brenna hann
á báli. Biskup þessi beindi þá að honum kærum þeim,
að hann hneigðist að kenning Lúther.-t og lifði ósiðlegu líf-
erni. Frændkona hans, er var bústýra hans, var rekin
frá honum, og svo fór, að vegur hans þvarr, fáir vildu
við hann skifta, svo sem af honum mundi spilling standa
eða sýking, og var hann talinn nær einskis nýtur, nema
ef svo mætti verða, að læknisíþrótt hans gæti komið ein-
hverjum að gagni. Hann andaðist á sóttarsæng 24. dag
maímánaðar 1543. —
Kopernikus lauk við rit það, er hann samdi, árið 1530..
Hann hafði haft ritið lengi í smíðum og sífelt aukið við
og endurbætt. Ritið var samið á latínu og heitir: De
revolutionibus orbium coelestium, en svo liðu 13 ár, að ritið-
var eigi prentað, og var hann ófús þess, að láta prenta
bókina, enda gekk hann að því vísu, að hann mundi verða
talinn villutrúarmaður sökum skoðunar þeirrar, er fram
var haldið í bókinni, og þurfti hann þá ekki góðs að vænta
af æstum og fáfróðum klerkalýð. A einhvern hátt höfðu
menn þó komist á snoðir um efni bókarinnar, og 1531
var flimleikur háður í Danzig um hann og bók hans. Þá
réð hann það af að gefa út »skýring« í handriti. 1533'
flutti einn ritari páfa fyrirlestur um kenning Kopernikus-