Skírnir - 01.01.1915, Blaðsíða 47
Odauðleiki og annað líf.
47
virðist vistarveran hafa verið og dirnt og fúlt var þar í
híbýlum þeirra, aðalskemtunin sú að leika sér að vopnum
þeim og fé, sem lagt hafði verið í haug með þeim. En
þegar einhverjir fóru að ónáða þá, vörðu þeir heimili sitt
með dug og dáð; en ef nógu var hraustur sá, er haug-
inn braut, þá var hægt að ganga af þeim dauðum og eyða
þeim að fullu með því að brenna hræin eða setja höfuðið
við þjó þeirra, ef þeir biðu þá eftir því og sukku ekki í
jörð niður1). En hvort sálir þeirra hafa þá farið forgörð-
um um leið, verður ekki séð.
Flestir þeir, sem í hauga voru lagðir, lágu þar kyrrir;
það bar ekkert á þeim; þeir vildu hafa næði. Að vísu
glæsti þjóðtrúin svo minningu Gunnars á Hlíðarenda, að
hún lét hann syngja í haugi sínum og hafa ljós hjá sér;
hinir hýrðust víst flestir í /nyrkrinu, og undu við vopn
sín og fé. Einkennilegt er það, að atgeirinn er e k k i
lagður í liaug með honum, eftir því sem sagan segir, því
að tilsvar Högna til ömmu sinnar virðist fremur vera
gaman en alvara, líkt og sauðaleit Skarphéðins. Vopn og
fé var ætíð lagt i hauga með mönnum um leið og þeir
voru heygðir, en aldrei síðar.
Annars var miklu mestur fjöldi manna lagður í dys,
en enginn haugur orpinn yfir þá. Má bezt sjá það af
forndysjum þeim, ér fundist hafa hér á landi. Vopn og
hlutir voru eins lagðir í dysjar sem hauga, og sálir hinna
framliðnu hýrðust eins í dysjunum eins og í haugunum.
En fleiri voru þó aðsetur hinna framliðnu að trú
manna hér á landi en haugar og dysjar. Sumir dóu i
fjöll eða vissa staði á landi hér á landnámaöldinni; nægir
að visa þar til Þórólfs mostrarskeggs og Þorsteins þorska
bíts sonar hans, er báðir dóu í Helgafell og sátu þar við
drykkju við langelda með fjölda manns við glaum og gleði,
Svanur á Svanshóli dó í Kallbakshorn, Auður hin djúp-
úðga í Krosshóla, Selþórir og frændur hans dóu i Þóris-
björg, Kráku-Hreiðar kaus að deyja í Mælifell2) o. s. frv.
‘) Hróm. s. Gripss. 4. k.; Grett. s. 18. k.; Harðar s. 15. k. o. m. fl-
2) Eyrbs. 11. k.; Njála 14. k.; Laxd. 17. k.; Landn. 2, 5. k., 8, 7. k.