Skírnir - 01.01.1915, Blaðsíða 38
38
Fólkorustan á Clontarf.
loftinu norður til Skotlands, Orkneyja, Færeyja og íslands
samstundis, hvert þangað, sem einhver hefir um sárt að
binda eftir mannfallið í bardaganum,
I hverri ætt á Orkneyjum, Katanesi og víðar um
Norðurlönd syrgja ættingjarnir með þögulum tárum menn-
ina, sem féllu á föstudaginn langa, börðust á móti lieilög-
um konungi, og fóru illa að kristnum sið.
A Katanesi eða Orkneyjum kveður óþekt stórskáld
svanasöng heiðninnar, Darraðarljóð. Kvæðið ætti að heita
Valkyrjuljóð. Valkyrjurnar vefa orrustuvefinn á Clontarf
og syngja magnaðan og ramnian söng yfir veínum. Kljá-
steinarnir eru mannahöfuð, sverðið er vefjarskeiðin, örin
er skyttan, blóðug spjót eru sköftin, uppistaða og ívaf eru
blóðugir mannaþarmar. Þar vinda þær og vinda spjóta-
vefinn, og draga upp blóðugar myndir af valfallinu mikla
suður á Clontarf. Jarlinn og Brían eru fallnir, en þær
halda hlífiskyldi yfir hinum unga konungi.
„Ok munu Irar og enn
angr of bíða
þats aldri man
ýtum fyrnask11.
„Nús ógurlegt
umb at litask,
es dreyrug ský
dregr með himni“.
Svo rífa þær vefinn sundur, og hafði hver það er hún
hélt á. Þær ríða berbakt burtu sex í suðui', sex í norður.
Mennirnir sem féllu komu frá báðum þeim áttum. Þetta
bar fyrir - Darruð á Katanesi, og Brand Gneistason á
Færeyjum.
1768 lagði enska skáldið Gray út kvæðið, og kallaði
það: »The fatal sisters«. Walter Scott segir svo frá:
Enskur prestur á Orkneyjum las það upp fyrir söfnuði
sínum. I öðru eða þriðja versi gripu þeir framm í: »Þetta
kvæði þekkjum við, það er kvæðið, sem við höfum haft
upp fyrir yður, þegar þér hafið beðið okkur um að láta
yður fá að heyra orkneyskt kvæði.
Lýsing Njálu af viðburðunum fyrir og eftir Bríans
bardaga, mun vera hið glæsilegasta og jafnframt hið
rammasta og myrkasta, sem skrifað hefir verið á íslenzku.
Lýsingin á orrustunni sjálfri er heiðrík og skýr, enga