Skírnir - 01.01.1915, Blaðsíða 59
Odauðleiki og annað lif.
59
þeim illa að verða mjög sárfættir, og er það engin furða').
En stundum heflr verið gripið til þess að tálma draugum
ferð úr gröfum sínum að negla þá niður, og hefir það
verið gert til skamms tíma. Naglarnir þurfa að vera
langir járnfleinar, ekki minna en hálf alin eða þrjú kvartil,
og 7 eða 5 áttu þeir helzt að vera. Þó mun oft hafa
brugðið út af því. Rétt eftir 1840 var Gleðra negld niður
með 7 nöglum í Lögmannshlíðargarði, og tók þá af reim-
leikann* 2 *.). Þegar kaupskipið Valborg fórst við Vatnsnes
í aftökunum 12. okt. 1869, gekk einn skipverja aftur og
gerði skráveifur manni, sem hafði hirt stígvél af fæti hans
og eignað sér. Hafði fóturinn verið með innan í stigvél-
inu, en ekki fylgt líkinu í gröf. Vorið eftir rak hreppstjór-
inn þar einn langan nagla ofan í leiðið einn sunnudag um
messutímann á milli pistils og guðspjalls.8) Þá voru og
sjö naglar reknir ofan í leiði Floga-Sveins á Myrká, þegar
liann gekk aftur um 1860. Síðast veit eg til þess, að
naglar voru reknir ofan í leiðí konu einnar hér i Eyja-
firði vorið 1875; þótti fólki sem hún lægi ekki kyr. All-
ar þessar afturgöngur hurfu við neglinguna. Vel má vera
nð þetta hafl verið miklu víðar og oftar gert á næstlið-
inni öld, þótt ekki hafi eg sannar sögur af því. En auð-
sæ er ástæðan: afturgangan á að reka sig á naglana, þeg-
ar hún ætlar upp, og verða þannig föst í gröf sinni —
en aðra leið kemst hún ekki upp.
Annað heillaráð til að varna afturgöngu og yfirstíga
hafa menn og á seinni öldum trúað að væri það að höggva
höfuð af líkum þeirra, er aftur gengu, eða brenna þau.
Svo var farið að við Sefrinana báða, er aftur gengu á
Kirkjubóli á Miðnesi 1551, er Vorðlingar hefndu Jóns
Arasonar og sona hans, og »nefi þeii’ra stungið (með leyfi
að segja) til Saurbæjar«, segir séra Jón Egilsson.4) Sama
') J. Á. Þs. og æf. 1., 226, 601; 384-85.
2) J. Á. Þs. og æf. 1., 262—64.
s) Eftir sögn Olafar skálds Sigurðardóttur á Hlöðum, er þar átti
heima og var við kirkju þann dag.
4) Safn t. s. ísl. 1., 99.