Skírnir - 01.01.1915, Blaðsíða 194
194
Ritfregnir.
hafa verulegt gagn af að lesa þennan kafla grandgæfilega og ymsir
mundu færa sér f nyt mörg þau ráð, sem þar eru gefin, því þau
miða öll í sömu mannúðaráttina. betri og haganlegri meðferð á
hestunum. Og nú ætti mönnum að vera orðið ljóst, að góð með-
ferð á skepnunum og hyggileg notkun þeirra er ekki einungis
mannúðarskylda, heldur margborgar það 3ig líka, enda eru skepnu-
níðingar sjaldnast búsældarmenn.
I viðaukanum aftan við bókina eru loks ymsar athuganir um
búnaöar- og kaups/slumál. Þykja höf. Islendingar of fastheldnir
við gamlar venjur og sinnulitlir og fáfróðir á nyjungar, en rekið
hefir hann sig samt á »kaupmenskusóttina« íslenzku, sem telja má
með nyjungum síðara og síðasta hluta 19. aldar. — I bendingum
sínum til »íslandsvinafélagsins« hvetur höf. Þjóðverja til að útvega
Islendingum þarfar og hentugar fræðibækur á íslenzku, einkum um
landbúnað og fjárrækt, að láta sér umhugað um viðskiftamál þeirra,
og koma á fót /msum stofnunum til að bæta kjör manna og d/ra,
að útvega íslenzkum stúdentum fræðslu í sérfræðiskólum þeirra
fyrir lítið gjald eða ekkert o. s. frv. Þetta er auðvitað sagt af
heilum hug, en bæði er það, a ð Þjóðverjar munu nú þurfa í önn-
ur horn að líta, a ð »íslandsvinafélagið« mun yfirleitt telja fáa
kaups/slumenn eða auðmeun í sínum hóp, og hins vegar ekki ugg-
laust um að gjafir erlendra þjóða mundu þykja súrar í broti, ekki
sízt þeim, er mest gaspra um sjálfstæði og fullveldi hér á landi.
Þá er að síðustu lítil grein um líknarstofnun höfundarins
(»Caroline Rest« á Akureyri), með yfirliti yfir tekjur og gjöld
hennar síðastl. ár, og að lokum þakkarorð til þeirra, sem hafa lánað
honum myndir í bókina og aðstoðað hanu á annan hátt.
Myndirnar aftan við bókina eru flestar ágætar og pr/ða þær
hana og sk/ra. Þ/ðingin er, að því er séð verður (frumritið hefi
eg ekki séð), ágæt, skrifuð á þessu létta og lipra máli, 3em vór
eigum aö venjast frá hendi síra Jónasar Jónassonar. Prentvillur
örfáar (meinleg prentvilla á bls. 109, 6. 1. a. n., kgr. í stað punda),
pappír ágætur og allur frágangur yfirleitt mjög vandaður. Verðið
afarlágt, þegar tekið er tillit til myndafjöldans og alls frágangs á
bókinni (að eins 3 kr. 50 a.).
Skal eg svo enda þe3si orð mín með þakklæti til höfundarins
fyrir þessa fróðlegu og þörfu bók. Kenning hans í garð vorn er
víða hörð, en eg hygg hún reynist heilnæm og »sá er vinur sem
til vamms segir«, enda hefir hr. Schrader gert meira en að tala-