Skírnir - 01.01.1915, Blaðsíða 144
144
Koperniluis.
embættisbræður sína. Kórsbræður veittu honum leyfið, og
fór liann þá til Padúa, og stundaði læknisfræðina, en jafn-
framt fekst hann við kirkjulaganám, og varð doktor í
kirkjurétti í Ferrara (1503). Þá sneri hann heim aftur og
þótti nú fulllærður, svo sem bezt mátti verða. Hann tók
nú við embætti sínu og rækti það um 3 ár, en þá fór svo,
að hann fekk enn orlof kórsbræðra, að hann gæti verið
með móðurbróður sínum, og átti að vera læknir hans og
ritari. Staða biskups var um þessar mundir ærið erfið
sökum deilu mikillar, er þá stóð meðal Pólverja og hinn-
ar þýzku riddarareglu, þar sem stórmeistari reglunnar
vildi eigi hylla konung Pólverja. Fyrir fjóruin tugum
ára hafði riddarareglan orðið að láta af hendi Vestur-
Prússland og borgirnar Danzig og Thorn, svo og
Ermlands-biskupsdæmi, og fá Pólverjakonungi í hendur,
en tekið Austur-Prússland að léni; en nú vildu þeir rétta
hlut sinn. Mátti vel svo fara að þeir tækju Ermlands-
biskupsdæmi herskildi, áður en nokkur hjálp gæti komið
af hendi Pólverja. Stórmeistari reyndi að fá biskup til
að bregða trúnaði við Pólverja og hét öllu fögru, en bislc-
up fór undan í flæmingi og dró alt á langinn. Biskup var
þá einatt á fcrðalagi til Krakov, og fygldi Kopernikus
honum og tók þátt í öllu þvi, er biskup varð að sinna.
Þá er biskup var á heimleið frá Krakov (1512), tók liann
sótt harða, komst þó til Thorn og andaðist þar.
Það voru 6 ár, er Kopernikus dvaldi með Watzel-
rode biskupi, og var þá bústaður hans í biskupshöllinni i
Heilsberg, og þótt liann hefði þá mörgum störfum að
gegna í þjónustu biskups, gleymdi hann ekki stærðfræð-
inni og stjörnufræðinni, því að einmitt á þessum tíma, er
hann var mörgum önnum bundinn, fór hann fyrst
fyrir alvöru að reyna að gera sér skvnsamlega grein fyr-
ir alheiminum og gangi himinhnattanna og hugsa ræki-
lega skoðun þá, er hann síðar kom fram með og varð að
fullri sannfæringu i huga hans.
Eftir lát móðurbróður síns fór Kopernikus aftur til
Frauenburg og tók embætti sitt og stýrði kórsbræðrum.