Skírnir - 01.01.1915, Blaðsíða 198
198
Ritfregnir.
hinar beztu viðtökur í Þýzkalandi, og dá Þjóðverjar sérstaklega stíl
höfundarins. Svo mikill er máttur sögustílsins íslenzka, svo ramm
ar hans taugar, að íslendingur á 20. öld getur enn látið bjarma
hans hvíla yfir frásögn sinni á erlenda tungu.
Frágangurinn á bókunum er góður og verðið mjög lágt.
Jón Jakobsson.
Steingrímnr Matthíasson: Heilsufræði. Alþyðubók og skóla-
bók. Akureyri 1914.
Eins og titill bókar þessarar ber með sér, er henni ætlað að
bæta úr tveim þörfum. Hún á að koma í stað erlendu kenslubók-
anna í skólum þeim sem kenna heilsufræði, og hún á að fræða al-
þyðu um allskonar heilbrigðismál.
Eg hygg að enginn beri á móti því að þörf var á slíkri bók.
Þess gerist brýn nauðsyn að skólabækur vorar séu íslenzkar, svo
framarlega sem vér eigum ekki að týna tungu vorri. Timarit um
heilbrigðismál hafa ekki þrifist hór, en alþy'ðleg bók um slík efni
mun mörgum kærkomin, að minsta kosti hafa margir látið það í
ljósi við mig.
Bók þessi er ekkert smásmíði, 250 bls. að stærð, fjöldi mynda
og frágangur inn bezti. Það kemur því naumlega til tals að kenna
hana spjaldanna á milli í skólum, en hverjum ketinara er innan-
handar að velja það úr sem hann metur mest og sleppa hinu. Þær
skólabækur eru heldur ekki að öllu beztar sem styztar eru, því
oftast eru þær þá þurrar og torlærðar. Flestar erlendar kenslu-
bækur í heilbrigðisfræði sem eg hefi séð og ætlaðar eru alþýðu-
skólum eru lítil kver, að öllu leyti lakar úr garði gerð en
þessi bók.
Kennurum er og gert lótt fyrir að sleppa því sem þeir vilja
með því að öll bókin er í smáköflum og það preutað með smærra
letri, sem minni áherzla er lögð á.
Hvaða boðskap flytur svo bók þesi íslenzkri alþýðu1 Hverjar
breytingar vill hún láta oss gera til batnaðar í heilbrigðismálum
vorum? Það er drepið á margt, ef til vill of margt. Hún lýsir
all-ítarlega uppruna næmra sjúkdóma og hversu þá megi
forðast. Alþýða þarf að vita glögg deili á þessu, annars verða
allar sóttvarnarráðstafanir þýðingarlitlar. Sennilega er kafliun um
næma sjúkdóma helzt til stuttur og of alment um málið talað.