Skírnir - 01.01.1915, Blaðsíða 215
ísland 1914.
215
En sjómerki hafa -verið sett á skerjum út af Berufirði og víðar.
•Geta má þess, að grindur vitanna og ljósker hafa nú í fyrsta sinni
verið smíðuð á verkstseði landssjóðs í Reykjavík. Botnvörpuskip
eitt nytt hefir bætst við á árinu hér í Reykjavík, en um áramótin
•eru 3 í smíðum ytra, þar af 2 í Þyzkalandi. Vélbátar hafa á und'
anförnum árum verið smíðaðir margir hér í Reykjavík á hinni svo-
nefndu »Bátasmíðastöð«, og einnig stærri skip, er ganga fyrir olíu-
vélum og ætluð eru til ferða með ströndum fram. »Hera«, sem
þar er smíðuð, hefir þetta ár annast flóaferðir á Breiðafirði. Annað
stærsta skipið þaðan heitir »Hrafn Sveinbjarnarson«. Merkileg
sjóðsstofnun er 100 þús. kr. gjöf, sem Jóhann Jóhannesson kaup-
maður í Reykjavík gaf í sumar, skömmu fyrir andlát sitt, til þess
að reisa fyrir gamalmennahæli, er taka á til starfa á 100 ára af-
mælisdegi konu hans, Sigurbjargar Guðnadóttur,-. 13. apríl 1973,
er andaðist nokkru á undan honum, og skal gjat'aféð ávaxtast fyrir
hælissjóðiun til þess tíma.
Slys hafa orðið mikil hér við land á árinu, eins og fyrri, eink-
um á sjónum. 4. jan. fórust 2 þyzkir botnvörpungar í ísi úti fyrir
Vestfjörðum, en menn björguðust. 5. febr. fórst vélbátur frá Vest-
mannaeyjum með 5 mönnum. 10. febr. fórust 2 bátar úr Ólafsvík
með 9 monnum. I marz strönduðu 2 botnvörpungar, annar fransk-
ur, hinn þ/zkur, skamt frá Garðskaga, en manntjón varð ekki.
9. apríl fórst vélbátur frá Borgarnesi með 5 mönuum. 5. júní fórst
bátur úr Helgafellssveit með 2 mönnum og 6. júní bátur frá Sandi
með 4 möunum. TJm vorið fórst þilskipið »Gunnar« af Isafirði
með 10 mönnum. 6. júlí fórst norskt síldveiðaskip í hafi út af
Vestfjörðum, en mönnum var bjargað. 13. júlí brann norskt flutn-
ingaskip á höfninni á Siglufirði. 23. júlí fórst bátur frá Kálfs-
hamarsvík í Húnavatnssýslu með 5 mönnum. 26. júlí druknuðu 2
menn á Leirunni hjá Akureyri. 24. ág. fórst norskt gufuskip á
Skjaldarvík við Eyjafjörð. 27. ág. fórst botnvörpuskipið »Skúli
fógeti« á tundurdufli út af mynni Tynefljótsins í Englandi, og fór-
ust þar 4 menn. 2. okt. strandaði norskt skip við Markarfljótsós.
29. okt. fórst vélbátur frá Bolungarvík með 5 mönnum. I nóv.
fórst vélbátur frá Seyðisfirði með 4 mönnum. — Af öðrum slysum
eru húsbrunarnir helztir, en alt er nokkuð mikið um þá. Á þessu
ári brann 30. jan. íbúðarhús á Húsavík og fórust þar 2 menn.
31. maí brann bærinn i Ófeigsfirði á Ströndum, stórbýli. 17. sept.
brann íbúðarhús á Galtalæk á Rangárvöllum. 14. okt. brann íbúð-
arhús í Vestmannaeyjum að nokkru. 15. des. brann verzlunarhús