Skírnir - 01.01.1915, Blaðsíða 154
154
Æskuminningar.
Gretlu eða iSíjálu, af þeim hafði eg mest gaman, — en oft
vöknaði mér um augu þegar eg las þær.
Einna mest dáðist eg að Gunnari og Snorra goða af
öllum fornaldarmönnum, Gunnari fyrir hreystina og dreng-
lyndið, en Snorra fyrir vitið og ráðkænskuna. Fanst mér
mikið til um hvernig Snorri lék á Börk digra, er hann
hafði út úr honum Helgafell; en aldrei þótti mér eins
vænt um hann, cg mér hefði ella þótt, fyrir það hvernig
hann fór með berserkina hans Viga-Styrs.
x4.f kvæðum kunni eg lítið annað en »Grátitlinginn«
og »Ohræsið« eftir .Jónas, »Heimkomuna« eftir Kristján, og
svo eftir Bólu-Hjálmar. — Lausavísurnar hans held eg að
eg hafi kunnað nærri því allar, sem í bókinni voru. Hefir
mér ekki þótt um neina gjöf öllu vænna heldur en um
ljóðmælin eftir Bólu-Hjálmar, sem eg fekk fyrir að
»teyma« einn dag. Var eg ærið upp með mér, þegar eg
•var að lofa strákunum að heyra »Grallarabrjótur gæða-
spar« og »Aumt er að sjá í einni lest«, og ekki þótti mér
mmna varið í vísurnar um Sölva Helgason, en seinustu
vísuna um hann þorði eg varla að hafa yfir, og enn síð-
ur »Andsvar til orðaþjófsins«, enda heyrði eg kerlingu á
bænum segja eitt sinn, að það væri ljótara en »Buslubæn«.
Fanst mér það hlyti að vera mesta sæla, sem til
væri, að geta ort skammavísu, ef manni rynni í skap við
einhvern.
Átti eg í miklu stríði við sjálfjm mig, því mig lang-
aði mikið til að biðja guð að gefa mér þá gáfu, en þorði
það eigi þar sem tilgangurinn var eigi betri.
Seinna náði eg í kvæði Gríms Thomsens og þokaði
hann þá Bólu-Hjálmari að nokkru leyti úr hásætinu.
Kunni eg »Sköfnung«, »Jarlsníð« og »Glám« og sá í huga
mínum atburðina í höllu Hákonar og skála Þórhalla.
Rímur las eg margar og kunni mikið úr Andrarímum
og Hálfdánarrímum gamla. Rímurnar af Ulfari sterka
náði eg aldrei í, en til þess langaði mig mikið, því þar var
mér sagt að væri »dáltill krumur í«.
Einu sinni fekk eg að finna bróður minn, sem bjó