Skírnir - 01.01.1915, Blaðsíða 106
106
Gátur.
munu vænta að hitta í gátum helzt þá hlutina sem þjóðin
hefir mest saman við að sælda. Það er naumast tilviljun,
að klukkan, penninn, saumnálin, ljárinn, rokkurinn, strokk-
urinn, kvörnin, skipið og tóbakspípan eru þeir hlutir sem
flestar íslenzkar gátur eru um (10—-13). Reyndar getur
kepni valdið nokkru um: Þegar einn hefir samið gátu
um einhvern hlut, fara aðrir af stað og reyna líka, unz
líkingarnar þrýtur. En gátubúningurinn sem menn velja
hlutunum, sýnir hugsunarháttinn, ímyndunaraflið, efni þess
og gang.
Ef vér nú lítum yfir efni islenzku gátnanna, þá er
það furðulega fjölbreytt. Það er eins og þjóðin hafi verið
að keppast við að láta sem fæsta hluti af þeim sem hún
þekti verða útundan. Kemur fram í því eins og fleiru,
að hún hefir leitað sér yndis í þvi að hugsa. Þótt það sé
þur lestur, ætla eg að setja hér skrá yfir gátuefnin. Eg
hefi flokkað þau niður. Þó slík tlokkun geti orkað tví-
mælis, gerir hún yfirlitið auðveldara.
Almenn n á 11 ú r u f y r i r b r i g ð i:
A, árniður, árós, bárur, birta, bylur, dalur, dögg, eldur,
foss, gaddur, gull, hraun, hver, jörð, kuldi, kvikasilfur,
kvísl, litur, ljós, loft, lækur, morgunn, myrkur, regn, regn-
bogi, reykur, sandur, silfur, sjór, sjöstirnið, snjór, sól, sól-
argeisli, sólbráð, sól og gílar, sólskin, stjarna, svell, svörð-
ur, tungl, tunglskin, vatn, vindur, þoka.
Líkamir manna, dýra og jurta:
Augnalok, augu, biðukolla, brjóstamjólk, dúnn, egg,
eggskurn, ferhyrnd ær, fífill, fingur, fit, fjöður, fluga, fótur,
fretur, fugl, fuglshreiður, geitur (í höfði), greipar, gæra,
hangiketskrof, hani, hár, herðablað, herðakistill, hestur,
hjartað, hlandblaðra, hnífill, hor, hrafn, hráki, hrútur,
hundur, hvannanjóli, hörpudiskur, jurt, júgur, jötunuxi,
kaffibaun, kálfshaus, kindarhorn, korn, krákuskel, kúaklessa,
kýr, könguló, köttur, líknarbelgur, lús, mannshöfuð, manns-
ístra, mergur, mjólk, munnur, mygla, mölur, neglur, reyk-