Skírnir - 01.01.1915, Blaðsíða 200
200
Ilitfregnir.
inn fyrir tróbotna og hey- eða þangdýnur í staðinn fyrir gömln
fiðurdýnurnar. Satt er þaS að fátt er óþrifalegra en þessar gömlu
hálffúnu dýnur, sem gengið hafa mann frá manni og aldrei hafa
verið hreinsaðar, en erfitt mun verða að útrýma þeim. Ef hey-
dýnur eru notaðar verður að skifta um heyið á hverju ári. Þá
vilja flær sækja í hey. Ekki sýnist mór ástæða að amast viS tró-
botnunum. Vírbotnar eru oft haldlitlir og dýrari. Hitt er ósiður
að hafa engan botn í rúmum annan en moldarbálk, enda er það
nú víðast lagt niður. Þá vill höf. leggja þann sið niður að tveir
sofi saman í rúmi. Þetta væri hin mestu framför, en því veröur
tæpast komið við í baðstofum vorum. Rúmið leyfir þaS ekki. Þeir
sem byggja hús sín að nýju, ættu að ætla hverjum manni rúm
fyrir sig. Minst er á stuttu rúmin sem eru hér svo algeng. Eg
held að þaS sé ofmælt að þau hindri vöxt manna þó hvimleið sóu.
Ve) hefði mátt minnast á stuttu, breiðu yfirsængurnar sem allir
útlendingar kvarta undan. — Vatnsveitu í hús og skólpveitu úr
þeim hefði þurft að lýsa nákvæmar og skýra með myndum.
I staSinn fyrir gömlu fatakisturnar vill höf. hafa fataskápa.
Ef þeir falla inn í veggina og fylla ekki upp í herbergjunum geta
þeir veriS sæmilegir og þó bæta þeir ekki loftið. Langbezt er að
liafa sórstaka fataklefa þar sem ekki er rakahætt.
Nærföt vill höf. hafa úr ull, leggja niður útlenda lóreftið. Þetta
er eflaust rétt, en illa er mér við að hafa þau úr vaömáli. Prjónar
föt eru miklu hentugri að öllu leyti.
Ekki vill höf. láta tnenn lifa í óhófi og nautnum, enda er þaS
lítill gæfuvegur. Vínnautn fær illan vitnisburð, kaffi vill hattn ekki
að só drukkiö nema einu sinni á dag, tóbaki vill hann helzt útrýma.
Hann hefir mikiS til síns rnáls í þessu. Morgunkaffið sem flutt er
mönnum í rúmið er mesti ósiöur. Vér drekkum yfirleitt kaffi í
óhófi og eyðum til þess miklu fé. Hvað munntóbakið snertir er
vafasamt að þeir fái meira af tóbakseitri sem renna lögnum niður,
en hinir sem spýta honúm út úr sór, því þeim endist hver tóbaks-
tugga margfalt lengur. Þeir tyggja víst sjaldan tóbakið. Að tyggja
og spýta í sífellu er skrælingjaháttur.
I matarhæfi brýnir höf. sparneytni og hóf fyrir mönnum, sór-
stakl. hvað dýrafæðu snertir. Þá er mjög nytsamur kafli og eftir-
tektarverður um hverjar matartegundir sóu tiltölulega ódýrastar.
Hvert heimili sem vill hagnýta sér þessar leiðbeiningar fær bókina
margborgaSa.
Margt hefi eg fundið í bók þessari sem mór þykir athugavert