Skírnir - 01.01.1915, Blaðsíða 217
ísland 1914.
217
Stærsta verzlunar- og atvinnu-fólagiö hór á landi hefir á þessu
ári oltið um og hætt viSskiftum, en það er hlutafól. P. J. Thor-
steinsson & Co., hið svokallaða »Miljónafélag«. Hafa verzlunar-
staðir þess vestanlands verið seldir og nokkuð af eignum þess í
nánd við Reykjavík, en útgerðarstöð þess í Viðey og verzlunarhús
f Reykjavík enn óseld. Ein af elztu verzlunum Reykjavikur,
Brydes-verzlun, hefir einnig hætt á þessu ári.
Gufuskipaferðum milli landa hefir verið haldið uppi af Sam.
gufuskipafélaginu, Thorefólaginu og Bergensfélaginu, en strandferðir
þar fyrir utan hafa verið mjög lólegar og þeim haldið uppi af einu
skipi, eftir samningum við Th. E. Tulinius stórkaupmann í Khöfn,
er þó var lítt útbúið til að annast þær.
Töluvert hefir verið unnið að símalagningum á árinu. Frá
Miðey var sími lagður austur til Víkur í Mýrdal, og frá Fáskrúðs-
firði að Berunesi við Berufjörð, en þaðan á síðan að koma sæsími
yfir fjörðinn til Djúpavogs. Einiiig var síminn fluttur frá Smjör-
vatnsheiði, því þar hefir hann oft bilað á vetrum, og út á Hellis-
heiði, sem er yzt á fjallgarðinum milli Fljótsdalshéraðs og Vopna-
fjarðar, en frá Vopnafirði var sími lagður til Þórshafnar og á að
halda þaðan áfram síðar til Húsavíkur. Einkalína hefir verið lögð
frá Isafirði til Súgandafjarðar.
Félag var myndað á þessu ári til þess að halda uppi bílaferð-
um á vegunum út frá Reykjavík austur á Suðurlandsundirlendið,
til Þingvalla og út á Reykjanesið, og hafði félagið marga bíla í
förum, mest til fólksflutninga. Kom íslenzkur maður frá Ameríku
með bíla hingað til reynslu sumarið 1913, og varð það til þessa.
Einnig hefir bílferðum verið haldið uppi á Fagradalsbrautinni eystra,,
mest til vöruflutninga.
Þ. G.