Skírnir - 01.01.1915, Blaðsíða 152
152
Æskuminnihgar
Strákur giotti drýgindaiega og sagði eg skyldi hugsa
um það betur, það hlyti að vera öllum augljóst. Eg
sagði honum eg hefði mikið um það liugsað, en enga lík-
lega ástæðu fundið.
»Heldurðu að allir silungarnir, sem í vatninu eru,
þurfi ekkert að drekka, aulinn þinn«, sagði þá strákur og
leit fyrirlitlega á mig.
Eg skammaðist mín fyrir heimskuna, en dáðist að
skarpskygni stráksins, og virti hann meira fyrir.
Þegar eg var 7 ára var eg orðinn vel læs. Eina bók
tók eg fram yfir allar aðrar, það voru »Þjóðsögur Jóns
Árnasonar«. Las eg þær upp aftur og aftur og kunni
utan að draugasögurnar.
Sagði eg fólkinu þær, en vanalega endaði svo frá-
sögnin, ef farið var að dimma, að eg hélt mér dauðahaldi
í þann sem eg sagði söguna, og sæti eg á rúmi, var eg
allur í hnipri uppi í rúminu, því eg taldi víst að Hörg-
hólsmóri eða Skinnpilsa væri undir því, og mundu þau
ekki vægja fótunum á mér ef þau næðu í þá.
Krakki á öðru eða þriðja ári var á bænum; var eg
fullviss um að það væri »umskiftingur«. Styrktist eg líks
í trúnni við það, að eg heyrði fólkið á heimilinu oft tala
um, að mikill umskiftingur væri þetta barn orðið.
Hugsaði eg mér nú að eg skyldi einhverntíma veita
snáða eftirtekt þegar hann væri einn. Hafði eg lesið það
í þjóðsögunum að þá færu þeir að teygja úr sér og gætu
orðið furðu langir.
Var þess eigi langt að biða bíða að mér veittist
tækifærið; hafði barnið verið skilið eftir eitt í baðstofunni.
Eg stóð fyrir framan hurðina og gægðist inn. Leið þá
eigi á löngu áður en fóru að koma teygjur í stráksa, og
sýndist mér hann lengjast furðu fljótt. Beið eg þá ekki
boðanna, heldur ruddist inn og tók óþyrmilega til'stráks,.
þvi eg hafði heyrt að ekki þyrfti annað en berja þá ræki-
lega, kæmi þá huldukonan, tæki bónda sinn enfléti hið
rétta barn í staðinn. Barði eg nú strákinn í ósköpum, en.
þótti seinka huldukonunni.