Skírnir - 01.01.1915, Blaðsíða 140
110
Bjartsýni og svartsýni.
En nú get eg hugsað mér að einhver segi sem svo:
Það væri dálaglegt eða hitt þó heldur, ef menn byggjust
altaf við því bezta. Með því yrði lífið eintóm vonbtigði.
Fæstar vonir rætast. Sá sem treystir flestu verður oftast
svikinn. »Engum trúa ekki er gott, en öllum hálfu verra«.
Þessu svara eg svo: Það að vera bjartsýnn er ekki
sama sem að vera heimskur, ekki sama sem að loka aug-
nnum fyrir öllu sem ilt er, stinga fingrunum í eyrun, þeg-
ar eitthvað hljómar illa, eða taka fvrir nefið, þegar eitt-
livað er vont á lyktina. Að vera bjartsýnn er ekki sama
sem að flýja óþægindin og örðugleikana, eða láta eins
og þeir væru ekki til. En að vera bjartsýnn er það að
liafa stöðugt opin augun fyrir því sem kann að leynast
af góðu í hverjum hlut, vera á varðbergi, hvort ekki
finnist, þegar að er gáð, einhver lyfsteinn i hjöltum sverðs-
ins sem særði mann, lyfsteinn sem græðir sárið. Sá sem
er bjartsýnn getur verið jafnskarpskygn á það sem mið-
ur fer, eins og hinn svartsýni, en að hann sér hvað að er
verður honuin aðeins tilefni til að lcita að ráðum til að
bæta úr því, og hann verður því fundvísari á þau ráð, sem
hann er bjartsýnni. Einkenni bjartsýna mannsins er yfir
liöfuð það, að hann spyr ekki aðeins um það hvað er,
heldur og miklu fremur um hitt, hvað g æ t i orðið, og sú
lifsstefna er tilverunni miklu samkvæmari en hin sem
aitaf skoðar það sem e r eins og það væri svo í eitt skifti
fyrir öll. »Ekkert e r, en alt er að verða«, sagði forn-
grískur spekingur, og má það til sanns vegar færa. Það
sem var rétt áðan, það er orðið breytt nú og brcytist á
næstu stundu, en hvernig það breytist, hvað úr því verð-
ur, það er okkur oft að meira eða minna leyti i sjálfvald
sett. Því að við vinnum með að veraldarsmíðinni og sumt
af því sem til hennar þarf verður til okkar að sækja. Bú-
skapur tilverunnar cr ekki betri en það, að lánstraust eða
traustslán er henni nauðsynlegt. Sumt getur aldrei orðið
áu þess að trúað sé á það áður en það verður. Við gæt-
um ckki einu sinni lireyft hönd eða fót af sjálfsdáðum, ef
við tryðum því ekki að við gætum það. Hvenær mundi