Skírnir - 01.01.1915, Blaðsíða 2
2
Þorsteinn Erlingsson.
inarga átti hann andstæðinga. Sjálfsagt verður nokkuð
langt þess að bíða, að dómar um hann verði algerlega
lausir við alla hlutdrægni og svo fastir og vel rökstuddir
að þeim verði ekki bifað í framtíð. Síðan hann lézt, eru
það vinir hans sem mest hafa látið til sín heyra opinber-
lega, og er mikið lof búið að rita um hann. Vert er að
geta þess hér, að tveir prestar, sem eftir hann hafa mæltr
hafa ekki látrð hann gjalda þess í neinu, þó að hann hefði
verið þeim nokkuð andstæður í skoðunum, og ráðist all-
óvægilega á stétt þeirra oft og tíðum. Slíku drenglyndi
og frjálslyndi í skoðunum má ekki gleyma. Enn þá eru
orð þessara presta það fegursta og jafnframt það sannasta
sem sagt heflr verið um Þorstein látinn.
Auðvitað ætla eg mér ekki þá dul, að kveða þann
dóm upp yflr Þorsteini heitnum, sem óhagganlegur geti
staðið. Til þess er eg honum of andlega nákominn, ef eg
mætti svo að orði kveða, og til þess er mér bæði hann
sjálfur og verk hans í alt of fersku minni. En eg vil
samt ekki draga mig í hlé, fyrst eg er til kvaddur, ef
vera kynni, að eg gæti stuðlað eitthvað að réttum skiln-
ingi á þessum sjaldgæfa og einkennilega gáfumanni. Það
sem eg segi, er að eins m i 11 álit, og eg vil reyna að
vera hl utdrægnislaus.
Ljóðagerð Þorsteins Erlingssonar, sem jafnframt er
lífsstarf hans og arfur hans í menningu íslands, er snúin
saman úr tveim höfuðþáttum: Ættjarðarást og
m a n n ú ð. Á þessu tvennu ber mest, og þvi ætla eg að
gera það að umtalsefni sitt í hvoru lagi.
I.
Ættjarðarljóð Þorsteins Erlingssonar eru einkennileg,
eins og raunar öll önnur ljóð hans. Þau eru engin upp-
tugga eftir öðrum, og þau fara engar troðnar almennings-
götur, fremur en annað, sem eftir hann liggur. Tilfinn-
ingum hans þar hefir enginn lýst áður, og sýnirnar, sem
hann sér, sér hann ekki undan handarkrika nokkurs
manns annars. Hann elskar ekki landið svo mjög vegna