Skírnir - 01.01.1915, Blaðsíða 162
1(2
Svarta höllín.
ust með í verri staðinn, ef hann væri til — en væri hann
ekki til, þá var ekkert að óttast.
En öllum kom saman um, að fyrir höllinni réði vold-
ugur höfðingi. Hann var oftast á ferli meðal mannanna,
til þess að kalla þá inn í höllina sína. Að flestum kom
hann óvörum, og allir urðu að hlýða kalli hans tafarlaust.
Hann kom til fátæka mannsins í kotbænum og hann hafði
ekki einu sinni tíma til að fara úr tötrunum sínum og í
tilhaldsfötin. Hann kom til ríka mannsins og rak svo á
á eftir honum, að hann mátti ekki fara upp í skraut-
vagninn sinn, þótt slíkt þætti mikil óhæfa. Sjómaðurinn
sem var í óðaönn að draga flskinn í soðið handa litlu
munnunum heima, vissi ekki fvr en höfðingi hallarinnar
var kominn og bauð honum inn til sín. Sjómanninn sár-
langaði að fara heim og kveðja konu og börn, en grát-
stunum hans var enginn gaumur gefinn. Bóndinn, sem
hafði búið vel um sig á jörðinni sinni, varð að fara.
Unga stúlkan með rjóðu kinnarnar hvarf inn i höllina,
þegar minst varði, og rösklegi maðurinn ungi fór sömu
leið. Konan gat ekki kvatt manninn sinn eða börnin,.
áður en hún fór, og unnustan misti elskhuga sinn fyr en
varði. Þjóðmálagarpurinn var alt í einu horflnn; átti
hann þó mikið eftir ógert fyrir landið sitt. Jafnvel kon-
ungurinn í krýningarskrúða sínum var kallaður.
Allir hurfu inn í Svörtu höllina.
Var óhjákvsemilegt að fara inn í þessa voðalegu höll?
Gátu menn ekki keypt sig lausa? Var ekki hægt að
senda skeyti þaðan til ástvina og kunningja og segja
þeim hvernig viðtökurnar voru? Var nauðsynlegt að búa
sig undir þessa för? Hvers vegna bar ekki sögunum
saman um það, hvernig væri að eiga þar heima? Hafði
enginn komist þaðan út? Jú, einhver. — En hvar var
hann? Þegar farið var að leita hans, fanst hann hvergi.
Þannig veltu menn þessu fyrir sér og fengu ekkert
svar.
En altaf voru menn að hverfa inn i Svörtu höllina.
Verst var að þurfa að fara aleinn. —